Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

370 | Verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning

150. þing | 12.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að draga úr kerfisáhættu og stuðla að fjármálastöðugleika og í því skyni bæta verðbréfauppgjör og gera ríkari kröfur til starfsemi verðbréfamiðstöðva.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð ESB nr. 909/2014, sem breytir umgjörð um starfsemi verðbréfamiðstöðva töluvert og felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva, uppgjörs fjármálagerninga og verðbréfauppgjörskerfa.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna falla úr gildi lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997, og jafnframt verða breytingar á lögum um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, nr. 90/1999, lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, lögum um skortsölu og skuldatryggingar, nr. 55/2017, og lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 frá 23. júlí 2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum. Girt var fyrir að stjórnarmenn verðbréfamiðstöðvar geti sinnt lögmannsstörfum fyrir aðra verðbréfamiðstöð. Einnig var samþykkt að mæla fyrir um skyldu í stað heimildar Fjármálaeftirlitsins til að beina fyrirmælum til hvers þess sem ber ábyrgð á broti gegn ákvæðum laganna um að hætta framferðinu og endurtaka það ekki.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 460 | 12.11.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 918 | 3.2.2020
Þingskjal 929 | 17.2.2020
Þingskjal 936 | 6.2.2020

Umsagnir