Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

362 | Vernd uppljóstrara

150. þing | 9.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sérstök lög verði sett um stöðu uppljóstrara. Gert er ráð fyrir að gildissvið verndar uppljóstrara nái bæði yfir starfsmenn opinberra aðila og einkaaðila og að hún verði virk þegar starfsmaður miðlar upplýsingum um alvarleg brot í starfsemi vinnuveitanda síns í góðri trú til bærs aðila. Inntak verndarinnar felur fyrst og fremst í sér að óheimilt verður að láta slíka uppljóstrara sæta óréttlátri meðferð, svo sem uppsögn eða kjaraskerðingu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, og lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980.

Kostnaður og tekjur: Ekki liggja fyrir upplýsingar um áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.

Löggjöf á Norðurlöndum

Noregur
Lov om arbeidsmiljø, arbeidstid og stillingsvern mv. (arbeidsmiljøloven) (kf. 2 A)  LOV-2005-06-17-62.

Svíþjóð
Lag om särskilt skydd mot repressalier för arbetstagare som slår larm om allvarliga missförhållanden  (2016:749).


Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 431 | 9.11.2019
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1331 | 12.5.2020
Þingskjal 1405 | 12.5.2020

Umsagnir

BSRB (umsögn)