Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018, og lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.
Kostnaður og tekjur: Í undantekningartilvikum getur ráðherra ákveðið að beita opinberum fjármálastöðgunarúrræðum (yfirtaka ríkisins á fyrirtæki í skilameðferð eða eiginfjárframlag til þess) og komi til þess mun það hafa bein fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmd laganna muni að öðru leyti hafa bein áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. þeim að Lánasjóður sveitarfélaga ohf. og Byggðastofnun voru undanskilin gildissviði laganna og krafan um að ráðherra samþykki ákvörðun um samþykkt skilaáætlunar fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki var felld brott.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti