Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

361 | Skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja

150. þing | 9.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að innleiða tilskipun ESB nr. 2014/59 um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Að varðveita fjármálastöðugleika og lágmarka neikvæðar afleiðingar fjármálaáfalla með því að vernda tryggðar innstæður og fjárfesta, eignir viðskiptavina og nauðsynlega starfsemi fyrirtækja og lágmarka hættu á að veita þurfi fjárframlög úr ríkissjóði.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði ný heildarlöggjöf um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, sem innleiðir í íslenskan rétt annan hluta og meginefni tilskipunar ESB um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Frumvarpið, sem mælir fyrir um heildarumgjörð skilameðferðar, hefur m.a. að geyma ákvæði um fyrirbyggjandi aðgerðir, undirbúning, framkvæmd og lok skilameðferðar. Gert er ráð fyrir að komið verði á fót nýrri stjórnsýslueiningu sem nefnist Skilavald og fer með opinbera stjórnsýslu við skilameðferð. Að auki er kveðið á um sérstakan fjármögnunarfarveg sem nefndur er Skilasjóður og ætlað er að fjármagna skilameðferð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018, og lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.

Kostnaður og tekjur: Í undantekningartilvikum getur ráðherra ákveðið að beita opinberum fjármálastöðgunarúrræðum (yfirtaka ríkisins á fyrirtæki í skilameðferð eða eiginfjárframlag til þess) og komi til þess mun það hafa bein fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmd laganna muni að öðru leyti hafa bein áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/59/ESB frá 15. maí 2014 sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og breytingu á tilskipun ráðsins 82/891/EBE og tilskipunum 2001/24/EB, 2002/47/EB, 2004/25/EB, 2005/56/EB, 2007/36/EB, 2011/35/ESB, 2012/30/ESB og 2013/36/ESB og reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 648/2012.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. þeim að Lánasjóður sveitarfélaga ohf. og Byggðastofnun voru undanskilin gildissviði laganna og krafan um að ráðherra samþykki ákvörðun um samþykkt skilaáætlunar fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki var felld brott.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 426 | 9.11.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1663 | 9.6.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1664 | 9.6.2020
Þingskjal 1704 | 26.6.2020
Þingskjal 1711 | 15.6.2020

Umsagnir