Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

341 | Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða

150. þing | 5.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða tvær tilskipanir ESB, þ.á.m. tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Markmið þeirrar tilskipunar er öðru fremur að samræma regluverk á milli aðildarríkja og tryggja einsleitni á innri markaði EES, svo sem varðandi starfsleyfi, skipulagskröfur og eftirlit með rekstraraðilum sérhæfðra sjóða, sem aftur á að tryggja fjármálastöðugleika, auka fjárfestavernd og efla traust og eftirlit á starfsemi slíkra sjóða og rekstraraðila þeirra.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði ný heildarlöggjöf um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (þ.e. allra annarra sjóða en verðbréfasjóða), sem innleiðir ákvæði tilskipunar ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða í íslenskan rétt. Frumvarpið hefur meðal annars að geyma ákvæði um starfsleyfi rekstraraðila sérhæfðra sjóða, skipulags- og starfsleyfisskilyrði, gagnsæiskröfur, vörsluaðila og markaðssetningu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á 21 öðrum lögum.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að áhrif á ríkissjóð verði lítil eða engin.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og

2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/14/ESB frá 21. maí 2013 um breytingu á tilskipun 2003/41/EB um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri, tilskipun 2009/65/EB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um verðbréfasjóði (UCITS) og tilskipun 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða að því er varðar oftraust á lánshæfismöt.

Ný heildarlög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða – byggt á AIFMD tilskipun Evrópusambandsins nr. 2011/61. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, júní 2015.

Dómur EFTA-dómstólsins í máli nr. E-11/17 Eftirlitsstofnun EFTA gegn Íslandi.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 389 | 5.11.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1099 | 12.3.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 1100 | 12.3.2020
Þingskjal 1330 | 2.6.2020
Þingskjal 1332 | 6.5.2020
Flutningsmenn: Óli Björn Kárason
Þingskjal 1373 | 11.5.2020

Umsagnir

Logos slf (umsögn)