Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

331 | Samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd

150. þing | 1.11.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að uppfylla í íslenskum rétti kröfur reglugerðar ESB nr. 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja snurðulausa starfsemi innri markaðarins og efla vernd fjárhagslegra hagsmuna neytenda.

Helstu breytingar og nýjungar: Með samþykkt frumvarpsins yrði reglugerð ESB nr. 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004 innleidd í íslensk lög. Í reglugerðinni er lögð aukin áhersla á rannsókn og framfylgd brota í hinu stafræna umhverfi. Einnig öðlast lögbær yfirvöld skilvirkari úrræði en áður til að bregðast við brotastarfsemi í hinu stafræna umhverfi. Líkt og gildandi reglugerð nær hin nýja reglugerð til brota sem skaða eða eru líkleg til að skaða heildarhagsmuni neytenda. Hin nýja reglugerð nær auk þess til brota sem hafa skaðað heildarhagsmuni neytenda, þ.e. brot sem eru yfirstaðin. Með reglugerðinni eru settar ítarlegri reglur um samvinnu milli yfirvalda yfir landamæri. Það ræðst af því hvernig brot er um að ræða (brot innan Sambandsins, víðtækt brot og víðtækt brot á Sambandsvísu) hvaða reglur gilda um samvinnuna hverju sinni og hvaða kröfur eru gerðar til lögbæru yfirvaldanna. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gegnir stærra hlutverki vegna samvinnunnar en áður. Þannig getur framkvæmdastjórnin tekið að sér hlutverk samræmingaraðila þegar um er að ræða víðtækt brot á Sambandsvísu og ekki næst samkomulag um tilnefningu lögbærs yfirvalds. Þá getur framkvæmdastjórnin jafnframt gefið út leiðbeiningar og veitt aðildarríkjunum ráðgjöf til að tryggja að gagnkvæma aðstoðarkerfið virki með skilvirkum og árangursríkum hætti.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lög um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 56/2007.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum fjárhagsáhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 375 | 1.11.2019
Þingskjal 1069 | 12.3.2020
Þingskjal 1078 | 5.3.2020

Umsagnir