Markmið:
Að uppfylla í íslenskum rétti kröfur 9. og 10. gr. reglugerðar ESB nr. 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004. Að lögfesta meginreglu um sáttaumleitan í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að innleiða í íslenskan rétt ákvæði 9. og 10. gr. reglugerðar ESB nr. 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004. Í því skyni eru lagðar til ýmsar lagabreytingar á sviði neytendaverndar, sem falla undir gildssvið reglugerðarinnar, og er ætlað að tryggja að lögbær yfirvöld sem fara með framkvæmd laganna hafi þær lágmarksheimildir til rannsókna og framfylgdar sem kveðið er á um í 9. gr., sbr. 10. gr. reglugerðarinnar. Einnig er lagt til að lögfesta meginreglu um sáttaumleitan, útgáfu leiðbeinandi reglna og forgangsröðunarreglu. Þá er lagt til að kveðið verði á um það með skýrum hætti að þeir sem eigi lögvarða hagsmuni geti höfðað dómsmál vegna brota gegn lögunum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.
Lög um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr.
33/2005.
Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr.
76/2011.
Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr.
95/2018.
Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr.
28/2017.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum fjárhagsáhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Samgöngumál: Samgöngur
|
Atvinnuvegir: Viðskipti