Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að koma til framkvæmda tillögum 2, 4, 5, 6 og 7 í skýrslu átakshóps um húsnæðismál.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um almennar íbúðir, nr. 52/2016.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að útgjöld fyrir ríkissjóð verði umfram það sem þegar hefur verið gert ráð fyrir í fjármálaáætlun 2020–2024.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. T.d. var lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, breytt þannig að tekju- og eignamörk vegna íbúða sem veitt var lán til fyrir 10. júní 2016, eða við gildistöku laga um almennar íbúðir, og eru ætlaðar tilgreindum hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, miðist við uppreiknaðar fjárhæðir tekju- og eignamarka gildandi laga um almennar íbúðir.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál