Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
150. þing
| 1.11.2019
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 32 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að efla stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála, skerpa á stjórnsýslu byggingarframkvæmda, hagræða í rekstri hins opinbera og auka samstarf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á sviði húsnæðismála. Að stuðla að auknu húsnæðisöryggi landsmanna og stöðugleika á húsnæðismarkaði. Að draga úr áhættu ríkisins vegna aukinna uppgreiðslna hjá Íbúðalánasjóði og gera Íbúðalánasjóði kleift að sinna betur lögbundnum verkefnum.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á 35 öðrum lögum.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir hagræðingu að fjárhæð um 100 milljón kr. vegna sameiningu hluta Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti