Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2017/625 ásamt því að einfalda regluverk, sem gildir um matvælakeðjuna, í þágu atvinnulífs og almennings.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um matvæli, nr. 93/1995.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins 92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit).
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Þau ákvæði frumvarpsins sem mæltu fyrir um stofnun Matvælasjóðs og brottfall laga um Framleiðnisjóð landbúnaðarins voru tekin út. Bætt var við frumvarpið breytingu á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994, þess efnis að heilbrigðisnefnd fari með opinbert eftirlit á markaði undir yfirumsjón opinbers eftirlitsaðila til samræmis við ákvæði laga um matvæli þar sem kveðið er á um að heilbrigðisnefndir sveitarfélaga sinni opinberu eftirliti á markaði. Einnig var bætt við ákvæði í lög um matvæli og lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, sem kveður á um vernd þess sem tilkynnir brot eða miðlar gögnum um það, til samræmis við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2017/625.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit | Atvinnuvegir: Iðnaður | Atvinnuvegir: Landbúnaður | Atvinnuvegir: Sjávarútvegur | Atvinnuvegir: Viðskipti