Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja sem best réttaröryggi gjaldenda gagnvart ríkissjóði þegar kemur að innheimtu opinberra skatta og gjalda og lögfesta gildandi framkvæmd.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lögfestar verði reglur um innheimtu opinberra skatta, gjalda og sekta. Einnig er lagt til að hluti ákvæða XIII. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, flytjist yfir í þetta frumvarp með ákveðnum breytingum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á 19 öðrum lögum.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á afkomu ríkissjóðs.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla:
Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti