Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

3 | Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda (tekjuskattur einstaklinga, barnabætur, persónuafsláttur)

150. þing | 11.9.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka ráðstöfunartekjur heimila, einkum þeirra tekjulægstu.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að komið verði á fót þriggja þrepa tekjuskattskerfi, í tveimur skrefum, með nýju lágtekjuþrepi í stað tveggja þrepa eins og nú er. Með bráðabirgðaákvæði til tveggja ára er lögð til breyting á því hvernig fjárhæð persónuafsláttar tekur breytingum árlega þar sem gert er ráð fyrir því að skattleysismörk hækki í hlutfalli við vísitölu neysluverðs. Lagt er til að bráðabirgðaákvæði sem kveður á um tengingu fjárhæðarmarka tekjuskattsstofns við vísitölu neysluverðs í stað launavísitölu verði framlengt um tvö ár. Þá er lagt til að neðri tekjuskerðingarmörk barnabóta verði hækkuð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

Kostnaður og tekjur:

Gjöld
Heildarútgjöld barnabóta árið 2020 eru áætluð 13,1 milljarðar kr. á verðlagi ársins og er það hækkun um 1 milljarð kr. á milli fjárlaga 2019 og 2020, á breytilegu verðlagi.

Tekjur
Gert er ráð fyrir að þær breytingar á tekjuskatti sem lagðar eru til í frumvarpinu lækki tekjur ríkissjóðs um 21 milljarð kr. þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2021.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 3 | 11.9.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 496 | 18.11.2019
Þingskjal 580 | 28.11.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 613 | 3.12.2019
Þingskjal 638 | 4.12.2019

Umsagnir

BSRB (umsögn)
16.9.2019
KPMG ehf. (umsögn)