Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

278 | Bætur vegna ærumeiðinga

150. þing | 22.10.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.11.2019)

Samantekt

Markmið: Að afnema refsingar vegna ærumeiðinga að mestu leyti og færa úrræði vegna þeirra í sérstök lög á sviði einkaréttar sem endurspegli þau sjónarmið sem leiðir af 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar og 8. og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði sérstök lög um skaðabætur vegna ærumeiðinga þar sem mælt verði fyrir um einkaréttarleg úrræði, miskabætur og bætur fyrir fjártjón, til að bregðast við ærumeiðingum. Samhliða verði ákvæði almennra hegningarlaga um ærumeiðingar felld úr gildi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 312 | 22.10.2019

Umsagnir