Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.11.2019)
Markmið: Að afnema refsingar vegna ærumeiðinga að mestu leyti og færa úrræði vegna þeirra í sérstök lög á sviði einkaréttar sem endurspegli þau sjónarmið sem leiðir af 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar og 8. og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Lög og réttur: Persónuleg réttindi