Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

276 | Sviðslistir

150. þing | 21.10.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að efla íslenskar sviðslistir (leiklist, danslist, óperuflutning, brúðuleik og skylda liststarfsemi) á landinu öllu, kveða á um fyrirkomulag sviðslista og búa þeim hagstæð skilyrði.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að starfsrammi Þjóðleikhússins sé lagaður að ríkjandi starfssviði og að lagastoð sé sett fyrir starfsemi Íslenska dansflokksins. Þá er lagt til að sviðslistaráð taki við af leiklistarráði og að settur verði á stofn sviðslistasjóður sem hefði m.a. það hlutverk að efla sviðslistir með fjárhagslegum stuðningi og kosta önnur verkefni á sviði sviðslista á landinu öllu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla brott leiklistarlög, nr. 138/1998.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. M.a. var fallið frá þeirri skyldu að auglýsa embætti þjóðleikhús- eða listdansstjóra við lok fyrra skipunartímabils þegar þegar hefur verið ákveðið að endurnýja ráðningu. Samþykkt var að kveða á um skyldu ráðherra, en ekki einungis heimild, til að stofna kynningarmiðstöð sviðslista. Þá var samþykkt að einungis atvinnuhópar fái styrkveitingar úr Sviðslistasjóði og núverandi fyrirkomulag við úthlutanir til áhugahópa verði óbreytt.

Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál

Þingskjöl

Þingskjal 305 | 21.10.2019
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 651 | 6.12.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 652 | 6.12.2019
Þingskjal 761 | 20.1.2020
Þingskjal 804 | 17.12.2019

Umsagnir