Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.11.2019)
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ákvæði um skattlagningu erlendra lögaðila í lágskattaríkjum, svokallað CFC-ákvæði, verði endurskoðað til frekari skýringar og með hliðsjón af tillögum sem lagðar hafa verið fram á alþjóðavettvangi. Þá er lagt til að dótturfélögum félaga í aðildarríkjum EES og EFTA eða í Færeyjum, sem staðsett eru hér á landi, verði heimil samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Einnig er gert ráð fyrir að innlendum skattaðila verði heimilt að nýta eftirstöðvar rekstrartapa hjá dótturfélagi með heimilisfesti í framangreindum ríkjum ef hann sýnir fram á að dótturfélagi hans sé ekki unnt að nýta tapið síðar í því ríki þar sem það hefur heimilisfesti. Lagt er til að festa í sessi undanþágu fyrir innlend samstæðufélög frá takmörkunum á reglum um vaxtafrádrátt. Enn fremur eru lagðar til breytingar á skattskyldu í tengslum við útleigu á vinnuafli eða annars konar vinnuframlagi starfsmanna erlendra aðila hér á landi í byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur: Heildaráhrif á tekjur hins opinbera eru metin um 150–300 milljónir kr. á ári þegar búið er að draga frá persónuafslátt til útsvars.
Aðrar upplýsingar: Áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA til Íslands um samsköttun og nýtingu eftirstöðva rekstrartapa félaga (27. mars 2018).
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti