Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

252 | Íslenskur ríkisborgararéttur

150. þing | 16.10.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka skilvirkni, gagnsæi og skýrleika laganna. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á ákvæðum um biðtíma vegna refsinga auk þess sem lagðar eru til breytingar á skilyrðum fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Þá er lögð til breyting á búsetutíma norrænna ríkisborgara, sem óskað geta eftir íslensku ríkisfangi á grundvelli norræns samnings um ríkisborgararétt. Enn fremur er gert ráð fyrir að tekin verði upp í lögin á ný heimild til endurveitingar íslensks ríkisborgararéttar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum en þeirri helstri að heimilt verður í undantekningartilfellum að víkja frá þeim skilyrðum að umsækjandi um íslenskan ríkisborgararétt sanni á sér deili og framvísi erlendu sakavottorði. Undanþáguheimildin yrði ætluð umsækjendum, eins og t.d. ákveðnum hópum flóttafólks, sem væri ómögulegt aðstöðu sinnar vegna að útvega fullnægjandi gögn um auðkenni eða sakavottorð en uppfylltu önnur skilyrði laganna fyrir veitingu ríkisborgararéttar.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 273 | 16.10.2019
Þingskjal 948 | 17.2.2020
Þingskjal 989 | 24.2.2020
Þingskjal 1004 | 24.2.2020

Umsagnir