Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

245 | Tollalög o.fl.

150. þing | 16.10.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að færa tollafgreiðslu og tollgæslu frá tollstjóra til ríkisskattstjóra.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að verkefni á sviði tollafgreiðslu og tollgæslu, sem embætti tollstjóra annast nú, og þau verkefni sem embætti ríkisskattstjóra sinnir verði sameinuð. Við sameininguna yrði embætti tollstjóra lagt niður. Gert er ráð fyrir að sett verði á laggirnar sérstök eining undir stjórn tollgæslustjóra sem heyrði undir ríkisskattstjóra. Lagt er til að sú stofnun sem ríkisskattstjóri stýrir nefnist Skatturinn.

Breytingar á lögum og tengd mál: Tollalög, nr. 88/2005.

Að auki er verið að breyta 26 öðrum lögum.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður sem til fellur við tilfærslu á tollafgreiðslu og tollgæslu frá tollstjóra til ríkisskattstjóra rúmist innan fjárheimildar í málaflokki 05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla.

Afgreiðsla: Samþykkt með allnokkrum breytingum sem eru tæknilegs eðlis. Fallið var frá því að gera breytingar á búvörulögum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 266 | 16.10.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 587 | 28.11.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 588 | 28.11.2019
Þingskjal 620 | 17.12.2019
Þingskjal 694 | 11.12.2019

Umsagnir