Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið
Markmið: Að breyta ýmsum lögum sem tengjast tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2020.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að svokallaðir krónutöluskattar (olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald, almennt og sérstakt bensíngjald, bifreiðagjald og gjald á áfengi og tóbak) hækki um 2,5%. Einnig er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins hækki um 2,5%. Lagt er til bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóði aldraðra sé heimilt að verja fé til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða verð framlengt. Einnig er lagt til bráðabirgðaákvæði sem koma skal í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðaákvæði til að sporna við því að víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefjist að nýju verði framlengt. Að auki er lagt til að bráðabirgðaákvæði um hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar verði framlengt. Enn fremur er lögð til hækkun á sóknargjöldum sem og breytingar á fjárhæð losunargjalds samkvæmt lögum um loftslagsmál. Loks er lagt til að settir verði á nýir grænir skattar á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem fluttar eru til landsins og á urðun almenns og óvirks úrgangs.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Gjöld
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en þessum helstum:
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar