Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að veita heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017, og eftirlifandi mökum, ef við á, og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra verði veitt heimild til að greiða þeim bætur (skattlausar) sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í máli nr. 521/2017, og eftirlifandi mökum, ef við á, og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru. Frumvarpið tryggir þannig að sérstök lagaheimild standi að baki greiðslu bóta og þar með að baki ákvörðun um fjárútlát af hálfu ríkisins vegna þessa. Kjósi aðili að leita réttar síns fyrir dómi skal við ákvörðun bóta, sem þar kynnu að verða dæmdar, draga frá verðmæti bóta sem kunna að hafa verið greiddar samkvæmt frumvarpi þessu verði það að lögum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Mat á áhrifum á ríkissjóð liggur ekki fyrir.
Aðrar upplýsingar: Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 521/2017.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Stjórnkerfi og stjórnarskipunarmál