Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 28 | Þingskjöl: 32 | Staða: Lokið
Markmið: Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að þrepum tekjuskattskerfisins verði fjölgað úr tveimur í þrjú og að gerðar verði breytingar á persónuafslætti og skattleysismörkum. Einnig er lagt til að tryggingagjald lækki um 0,25 prósentustig. Þá er gert ráð fyrir að fæðingarorlof verði lengt úr 9 í 10 mánuði og að skerðingarmörk barnabóta hækki. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til opinberra fjárfestinga, s.s. uppbyggingu nýs Landspítala, samgöngumála, byggingu hjúkrunarheimila, nýs skrifstofuhúsnæðis fyrir Alþingi, Hús íslenskunnar, nýs hafrannsóknaskips, viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsluna. Lagt er til að stutt verði við orkuskipti með skattaívilnunum og styrkjum úr Orkusjóði. Einnig er gert ráð fyrir hærri framlögum til loftslagslagsmála, m.a. bindingar kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis.
Breytingar á lögum og tengd mál: Gera þarf breytingar á ýmsum lögum vegna tekjuhliðar og gjaldahliðar frumvarpsins.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að heildartekjur fyrir árið 2020 verði 919,5 milljarðar kr. og heildarútgjöld eru áætluð 919,1 milljarðar kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeim breytingum að heildartekjur fyrir árið 2020 eru áætlaðar 908,7 milljarðar kr. en gjöld um 918,5 milljarðar kr.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins