Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 253 — 97. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (námsmat).
(Eftir 2. umræðu, 25. mars.)
1. gr.
a. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þar á meðal eru upplýsingar um námsmat nemenda í grunnskólum.
b. Við bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra birtir reglulega ópersónugreinanlegar upplýsingar um stöðu skólastarfs hér á landi. Honum er heimilt að fela Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gagnavinnslu samkvæmt þessari grein.
2. gr.
a. 1. og 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Námsmat fer fram í grunnskólum og er reglubundinn þáttur í skólastarfi og liður í að tryggja börnum viðeigandi kennslu og stuðning. Tilgangur námsmats er að veita heildstæða mynd af námslegri stöðu og framförum nemenda jafnt og þétt yfir skólagönguna, hvernig tekst að mæta markmiðum aðalnámskrár og veita upplýsingar um þau börn sem kunna að þurfa stuðning vegna framvindu í námi og þroska.
b. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Til viðbótar við námsmat samkvæmt þessari grein sér Miðstöð menntunar og skólaþjónustu grunnskólum fyrir safni matstækja og annarra tækja til skimana og athugana á einstaklingum eða hópum.
3. gr.
a. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
1. Á eftir orðunum „stendur fyrir“ kemur: skyldubundnu.
2. Í stað orðsins „könnunarpróf“ kemur: matstæki.
3. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilgangur skyldubundins samræmds námsmats er að veita samanburðarhæfar upplýsingar um námsárangur og fá þar með mynd af stöðu einstakra nemenda, grunnskóla, sveitarfélaga og skólakerfisins í heild.
b. 2. mgr. orðast svo:
Skylt er að standa fyrir samræmdu námsmati í íslensku og stærðfræði fyrir alla nemendur í þeim árgöngum sem ráðherra kveður á um í reglugerð, þó að lágmarki einu sinni á hverju stigi grunnskóla, þ.e. einu sinni á yngsta stigi í 1.–4. bekk, einu sinni á miðstigi í 5.–7. bekk og einu sinni á unglingastigi í 8.–10. bekk. Jafnframt er heimilt samkvæmt ákvörðun ráðherra að standa fyrir skyldubundnu samræmdu námsmati fyrir nemendur í fleiri bekkjum og námsgreinum.
c. Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr.:
1. Í stað orðanna „þreyta könnunarpróf“ kemur: undirgangast skyldubundið samræmt námsmat.
2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skólastjóri skal skrá ástæður þess að veitt er undanþága frá skyldubundnu samræmdu námsmati.
d. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Þegar sérstaklega stendur á og vegna óviðráðanlegra ytri aðstæðna er ráðherra heimilt að fella niður skyldubundið samræmt námsmat á tilgreindum tíma, þó aldrei lengur en í eitt skólaár í senn.
e. Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr.:
1. Orðin „og prófa“ í 1. málsl. falla brott.
2. Við 1. málsl. bætist: sbr. jafnframt 2. mgr. 27. gr.
3. 2. málsl. orðast svo: Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats, þ.m.t. skyldubundins samræmds námsmats, þar á meðal um tíðni mats, í hvaða bekkjum nemendur skulu undirgangast samræmt námsmat á hverju stigi grunnskóla, námsgreinar sem samræmt námsmat nær til og undanþágur nemenda frá skyldubundnu samræmdu námsmati.
f. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skyldubundið samræmt námsmat.
4. gr.
5. gr.
6. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 39. gr. skal skyldubundið samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði koma til innleiðingar og framkvæmdar í öllum grunnskólum skólaárið 2025–2026. Ráðherra tryggir skólum fullnægjandi stuðning við innleiðingu og metur þörf fyrir svigrúm og útfærslur á fyrsta ári framkvæmdar.
7. gr.