Ferill 95. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 95 — 95. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um sóknargjöld.
Frá Bryndísi Haraldsdóttur.
1. Hvernig hefur framfylgd laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, verið háttað frá setningu laganna?
2. Hver hafa sóknargjöld verið frá setningu laganna þar til nú, sundurliðað eftir árum?
3. Hver hefðu sóknargjöld átt að vera ef þau hefðu verið reiknuð á grundvelli 2. gr. laganna frá gildistöku þeirra, sundurliðað eftir árum?
4. Hyggst ráðherra endurskoða lög um sóknargjöld? Ef svo er, á hvaða forsendum mun slík endurskoðun fara fram?
Skriflegt svar óskast.