Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 858 — 499. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um öryggismál í Hvalfjarðargöngum.
Frá Ólafi Adolfssyni.
1. Hvaða reglur gilda um hámarksumferð í göngum undir sjó, svo sem Hvalfjarðargöngum, þar sem engar flóttaleiðir eru og akstursstefnur eru ekki aðskildar?
2. Uppfyllir íslenska ríkið skilmála og kröfur Evrópugerða fyrir jarðgöng í tilfelli Hvalfjarðarganga?
3. Er fjöldi bíla sem fara um Hvalfjarðargöng mældur eftir klukkustundum á sólarhring?
4. Hversu margir bílar hafa farið um Hvalfjarðargöng sl. fimm ár, sundurliðað eftir dögum, vikum og mánuðum?
Skriflegt svar óskast.