Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 857 — 498. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um geislafræðinga.
Frá Ingibjörgu Isaksen.
1. Hvaða áhrif hefur skortur á geislafræðingum haft á bið krabbameinssjúklinga eftir geislameðferð?
2. Hversu margir geislafræðingar starfa við myndgreiningu annars vegar og geislameðferð hins vegar og hve mörg eru stöðugildi þeirra?
3. Hver hefur þróun stöðugilda og fjölda starfandi geislafræðinga verið sl. 10 ár, annars vegar í myndgreiningu og hins vegar geislameðferð?
4. Hver hefur þróun fjölda þeirra sem hljóta geislameðferð verið á sama tíma?
5. Hefur landsráð um mönnun og menntun fjallað um stöðu geislafræðinga og metið þörf á mögulegri fjölgun þeirra í ljósi spár um fjölgun krabbameinstilfella um 57% árið 2040 miðað við árið 2022?
6. Hvernig er unnt að tryggja mönnun nauðsynlegra stöðugilda geislafræðinga við kaup á fleiri línuhröðlum til þess að krabbameinssjúklingar geti fengið meðferð hér á landi?
Skriflegt svar óskast.