Ferill 497. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 856 — 497. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um líkbrennslu.
Frá Diljá Mist Einarsdóttur.
1. Hvers vegna var ákveðið að reisa nýja líkbrennslu í Gufunesi, innan borgarmarka og nærri íbúðarbyggð?
2. Hvaða aðrir valkostir voru skoðaðir?
3. Hvaða ráðstafanir verða gerðar til að tryggja að íbúar í Grafarvogi og nágrenni verði ekki fyrir ónæði, mengun eða öðrum óþægindum vegna starfsemi líkbrennslunnar?
4. Hvernig verður eftirliti með og mælingum á mengun og loftgæðum í kringum nýju líkbrennsluna háttað og hvar mun almenningur geta nálgast niðurstöður slíkra mælinga?
5. Hvers vegna var ákveðið að fela Kirkjugörðum Reykjavíkur rekstur líkbrennslunnar í stað þess að bjóða þjónustuna út?
Skriflegt svar óskast.