Ferill 496. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 855  —  496. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kolefnisgjöld skipa.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hver hefur þróun kolefnisgjalda skipa verið hér á landi síðastliðin tíu ár?
     2.      Hver er hugmyndafræðin á bak við kolefnisgjöld skipa og hvaða áhrif telur ráðherra þau hafa á orkuskipti skipaflotans?
     3.      Hefur verið kannað, í samhengi við samkeppnishæfni sjávarútvegsins, hver staða kolefnisgjalda er í Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Kanada og Bretlandi?


Skriflegt svar óskast.