Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 850  —  460. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Adolfssyni um þinglýsingar vegna viðskipta með strandveiðibáta.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst á tímabilinu 1. janúar – 31. maí ár hvert árin 2019–2024 vegna viðskipta með strandveiðibáta eða lögaðila sem hefur verið lögskráður á fiskiskip?

    Skip eru ekki aðgreind eftir öðru en stærð í skipabók og þinglýsingalögum, og því liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda þinglýstra kaupsamninga vegna strandveiðibáta yfir tímabilið 1. janúar til 31. maí ár hvert, árin 2019–2024. Þá eru ekki heldur aðgengilegar upplýsingar um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem færðir eru inn á blað í lausafjárbók vegna skipa sem eru ekki skráningarskyld, enda eru kaupsamningarnir innfærðir á blað viðkomandi einstaklings en ekki sérstakt blað lausafjárins. Af framangreindum ástæðum eru í þinglýsingarkerfinu ekki aðgengilegar upplýsingar um fjölda lögaðila sem eru skráðir kaupsamningshafar samkvæmt þinglýstum kaupsamningum um strandveiðibáta, hvort heldur sem þeir eru skráningarskyldir eða ekki.
    Bent er á að Samgöngustofa heldur utan um skipaskrá og hún er ekki hluti af þinglýsingarkerfi sýslumanna. Stofnunin heyrir undir málefnasvið innviðaráðherra.