Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 625  —  441. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um virðisaukaskattsskylda veltu.

Frá Hildi Sverrisdóttur.


     1.      Hjá hversu mörgum aðilum hefur virðisaukaskattsskyld velta verið undir 20.000.000 kr. árlega á árunum 2015–2024, skipt í eftirfarandi flokka:
                  a.      0–4.999.999 kr.,
                  b.      5.000.000–7.499.999 kr.,
                  c.      7.500.000–9.999.999 kr.,
                  d.      10.000.000–14.999.999 kr.,
                  e.      15.000.000–19.999.999 kr.?
     2.      Hversu hár var útskattur þessara aðila á sama tímabili, skipt í sömu flokka?
     3.      Hversu hár var innskattur þessara aðila á sama tímabili, skipt í sömu flokka?
     4.      Hver var kostnaður ríkisins við umsýslu vegna virðisaukaskattsskila þessara aðila á sama tímabili, skipt í sömu flokka?


Skriflegt svar óskast.