Ferill 431. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 863 — 431. mál.
2. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til laga um vegabréfsáritanir.
Frá meiri hluta utanríkismálanefndar (PawB, DagH, EÍF, SGuðm, VíðR).
1. Orðin „til ferðamanna“ í 1. mgr. 1. gr. falli brott.
2. Við 3. gr.
a. 1. tölul. falli brott.
b. 2. tölul. orðist svo: Schengen-samstarfið: Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits sem byggist á Schengen-samningnum.
c. Í stað orðsins „aðildarríkjanna“ tvívegis í 4. tölul. komi: Schengen-ríkjanna.
d. Við bætist eftirfarandi orðskýringar í réttri stafrófsröð:
1. Aðflutningshætta: Hætta á að útlendingur dvelji á landinu eða Schengen-svæðinu umfram leyfilegan tíma eða í öðrum tilgangi en umsókn um vegabréfsáritun gefur til kynna eða muni ekki yfirgefa landið eða Schengen-svæðið og setjast ólöglega að eða sækja um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi eða önnur sambærileg leyfi eða úrræði.
2. Aðstandandi: Maki, sambúðarmaki, börn viðkomandi yngri en 18 ára í forsjá hans og á framfæri og foreldrar 67 ára eða eldri.
3. EES-borgari: Útlendingur sem er ríkisborgari ríkis sem fellur undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES).
4. EFTA-borgari: Útlendingur sem er ríkisborgari ríkis sem fellur undir stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).
5. Ferðaskilríki: Gilt vegabréf eða annað kennivottorð sem viðurkennt er sem ferðaskilríki í stað vegabréfs við komu til landsins.
6. Frávísun: Ákvörðun stjórnvalds um að vísa útlendingi frá landinu til heimalands eða annars ríkis þar sem hann getur sýnt fram á löglega heimild til dvalar.
7. Ríkisborgari þriðja ríkis: Útlendingur sem er ekki borgari ríkis sem tilheyrir Evrópska efnahagssvæðinu eða fellur undir stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.
8. Schengen-ríki: Ríki sem eru þátttakendur í Schengen-samstarfinu.
9. Útlendingur: Einstaklingur sem hefur ekki íslenskan ríkisborgararétt.
3. Við 4. gr.
a. Í stað orðsins „Ferðamaður“ komi: Útlendingur.
b. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ráðherra getur sett reglur um skyldu til að hafa vegabréfsáritun til að fara um flugvöll.
4. 6. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:
Komuáritanir.
Heimilt er að gefa út vegabréfsáritanir vegna gegnumferðar um flughöfn.
5. Í stað orðanna „sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar“ í 3. mgr. 7. gr. komi: EES- og EFTA-ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi, sem og íslenskra ríkisborgara.
6. Í stað orðanna „ferðamanni“, „ferðamaður“, „ferðamanns“ og „ferðamanna“ í 1., 2. og 4. mgr. 8. gr., 1. mgr. 11. gr., 2. og 3. mgr. 12. gr. og 1. mgr. 14. gr. komi, í viðeigandi tölu og falli: útlendingur.
7. Við 12. gr.
a. 1. mgr. orðist svo:
Ráðuneytið, sendiskrifstofur Íslands og lögregluyfirvöld skulu vinna með persónuupplýsingar útlendinga, þar á meðal þær upplýsingar sem viðkvæmar geta talist, einkum lífkennaupplýsingar, að fullnægðum heimildarákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og að því marki sem mælt er fyrir um heimildir til slíkrar vinnslu í lögum þessum. Að svo miklu leyti sem lög þessi mæla ekki fyrir um á annan veg gilda ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga um vinnslu upplýsinganna.
b. Við bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Stjórnvöldum skv. 1. mgr. er heimilt að samkeyra persónuupplýsingar útlendinga svo tryggja megi að dvöl þeirra hér á landi sé lögleg. Í því skyni er þessum stjórnvöldum heimilt að afla upplýsinga hjá skattyfirvöldum, Þjóðskrá Íslands, ferðamálayfirvöldum, Útlendingastofnun, Vinnueftirliti ríkisins, Vinnumálastofnun og félagsþjónustu sveitarfélaga. Er þeim stjórnvöldum skylt að miðla umbeðnum upplýsingum.
Fái ráðuneytið eða lögregluyfirvöld upplýsingar um lögbrot ber þeim að upplýsa hlutaðeigandi stjórnvald um málið og afhenda þau gögn sem stjórnvaldið krefst.
8. 15. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:
Ógilding og afturköllun.
Lögregla eða ráðuneytið skulu afturkalla vegabréfsáritun ef í ljós kemur að skilyrði fyrir útgáfu hennar eru ekki lengur uppfyllt.
Lögreglu er heimilt að vísa útlendingi úr landi samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga uppfylli hann ekki skilyrði til landgöngu. Ákvæði í lögum um útlendinga um stjórnvald í málum vegna frávísunar og um málskot gilda eftir því sem við á.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um afturköllun og ógildingu vegabréfsáritana.
9. Við 16. gr.
a. Á eftir orðinu „ákvörðun“ í 1. mgr. komi: lögreglu eða ráðuneytisins.
b. Á eftir orðunum „14. gr. eða“ í 1. mgr. komi: ógildingu eða.
c. Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Málskot.
10. Við 18. gr.
a. Í stað orðsins „Langtímavegabréfsáritanir“ í 4. tölul. komi: Komuáritanir.
b. Á eftir orðinu „áritunarskyldu“ í 5. tölul. komi: og útgáfu vegabréfsáritana fyrir aðstandendur EES- og EFTA-ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi, sem og íslenskra ríkisborgara, þar með talið skilyrði, takmarkanir og flýtimeðferð.
c. Í stað tilvísunarinnar „7. gr.“ í 6. tölul. komi: 2. mgr. 4. gr.
11. Á eftir orðunum „nr. 810/2009“ í 1. tölul. 19. gr. komi: frá 13. júlí 2009.
12. Við 21. gr.
a. C-liður 1. tölul. orðist svo: 20. gr. laganna fellur brott.
b. Á eftir c-lið 1. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: 21. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skammtímadvalarleyfi.
Heimilt er að afturkalla skammtímadvalarleyfi ef útlendingur brýtur gegn skilyrðum þess, t.d. með því að stunda atvinnu á innlendum vinnumarkaði án heimildar.
Dvöl samkvæmt ákvæði þessu getur ekki verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.
Umsókn um dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu skal hafnað ef líklegt er talið að umsækjandi muni ekki yfirgefa landið þegar leyfi hans rennur út.
Ráðherra setur reglugerð um nánari skilyrði og framkvæmd skammtímadvalarleyfis og í hvaða tilvikum heimilt er að gefa út slíkt dvalarleyfi.
c. D-liður 1. tölul. orðist svo: 5. mgr. 81. gr. laganna orðast svo:
Aðstandendur EES- og EFTA-ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi, sem og aðstandendur íslenskra ríkisborgara, sem eru ekki EES- eða EFTA-borgarar, skulu vera undanþegnir kvöð um vegabréfsáritun samkvæmt lögum um vegabréfsáritanir ef þeir eru handhafar gilds dvalarskírteinis skv. 90. gr.
d. E-liður 1. tölul. orðist svo: Orðin „m.a. um flýtimeðferð skv. 5. mgr.“ í 7. mgr. 81. gr. laganna falla brott.
e. Í stað orðanna „umsókn um langtímavegabréfsáritun, 12.200 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. b-liðar 2. tölul. komi: útgáfu komuáritunar, 25.000 kr.
13. Við ákvæði til bráðabirgða bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Mál sem borist hafa kærunefnd útlendingamála fyrir gildistöku laga þessara, en hafa ekki verið afgreidd með ákvörðun, skulu flytjast til ráðuneytisins. Mál teljast óafgreidd hafi endanleg ákvörðun ekki verið tekin fyrir gildistöku laganna. Um þau gilda ákvæði laga þessara nema knýjandi rök standi til þess að mál verði afgreitt í samræmi við gildandi lög á þeim tíma sem ákvörðun var kærð.
Um umsóknir um vegabréfsáritanir sem borist hafa utanríkisráðuneytinu, sendiskrifstofum Íslands og Útlendingastofnun fyrir gildistöku laga þessara, en hafa ekki verið afgreiddar með ákvörðun, gilda ákvæði laga þessara.