Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 463 — 370. mál.
Fyrirspurn
til mennta- og barnamálaráðherra um greiðslur til frjálsra félagasamtaka.
Frá Þorsteini B Sæmundssyni.
1. Hversu háar fjárhæðir greiddi mennta- og barnamálaráðuneytið og fyrirrennarar þess til frjálsra félagasamtaka á hverju ári undanfarin átta ár?
2. Hvaða félagasamtök fengu á því tímabili styrki frá ráðuneytinu, bæði beina rekstrarstyrki og styrki til verkefna, og hver var upphæð hvers styrks?
Skriflegt svar óskast.