Ferill 369. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 559 — 369. mál.
Svar
fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini B Sæmundssyni um greiðslur til frjálsra félagasamtaka.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
1. Hversu háar fjárhæðir greiddi ráðuneytið til frjálsra félagasamtaka á hverju ári undanfarin átta ár?
2. Hvaða félagasamtök fengu á því tímabili styrki frá ráðuneytinu, bæði beina rekstrarstyrki og styrki til verkefna, og hver var upphæð hvers styrks?
Í töflunni hér fyrir neðan eru samtölur greiðslna sem fjármála- og efnahagsráðuneytið greiddi til frjálsra félagasamtaka á árunum 2017–2024 sem og sundurliðun greiðslnanna eftir félögum og þá hvort um var að ræða beina rekstrarstyrki eða styrki vegna sérgreindra verkefna.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
*Í töflunni eru ekki tilgreindir styrkir sem veittir voru til annarra en frjálsra félagasamtaka samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá Skattsins. Af því leiðir að ekki eru tilgreindar tvær styrkveitingar til samlagsfélagsins Hjólakrafts að fjárhæð 250.000 kr. á árunum 2018 og 2019.