Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 444  —  356. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um insúlínbirgðir.

Frá Ingvari Þóroddssyni.


     1.      Heldur ráðuneytið yfirlit yfir birgðastöðu insúlíns hér á landi og ef svo er, hve lengi myndu insúlínbirgðir endast ef upp kæmi einhvers konar neyðarástand og innflutningur á insúlíni yrði ómögulegur?
     2.      Eru stjórnvöld með stefnu um insúlínbirgðir sem tengist þjóðaröryggisstefnu er varðar heilbrigðisöryggi?


Skriflegt svar óskast.