Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Prentað upp.

Þingskjal 866  —  351. mál.
Viðbót.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018 (aflaverðmæti í reiknistofni), og breytingartillögu á þskj. 865 [Veiðigjald].

Frá Bergþóri Ólasyni, Ólafi Adolfssyni, Njáli Trausta Friðbertssyni og Þórarni Inga Péturssyni.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      A-liður falli brott.
                  b.      1. mgr. b-liðar orðist svo:
                     Aflaverðmæti skal umreikna úr slægðum eða unnum afla til óslægðs afla. Aflaverðmæti skal byggjast á greinargerð um tekjur og kostnað skv. 5. mgr. Lækka skal skráð aflaverðmæti landaðs frysts afla um 10%.
                  c.      2. málsl. a-liðar 1. tölul. 2. efnismgr. b-liðar falli brott.
                  d.      Í stað „80%“ í c-lið 1. tölul. 2. efnismgr. b-liðar komi: 50%.

         Varatillaga:
         Í stað „80%“ í c-lið 1. tölul. 2. efnismgr. b-liðar komi: 40%.

                  e.      2. tölul. 2. efnismgr. b-liðar orðist svo: Fiskistofa skal reikna aflaverðmæti fyrir þorsk og ýsu og birta vegið meðaltalsverð slægðs og óslægðs afla á fiskmarkaði á 12 mánaða tímabil sama ár og reiknistofn miðast við. Fiskistofa skal við útreikninginn notast við upplýsingar frá Verðlagsstofu skiptaverðs og miða við 90% af verði á markaði eins og það birtist hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Taka skal tillit til ástands afla eins og hann er í beinum viðskiptum og skal vægi slægðs og óslægðs afla vera hið sama og í beinum viðskiptum. Fiskistofu ber að birta útreikningana opinberlega og skal ríkisskattstjóri leggja þá til grundvallar útreikningi veiðigjalds.
     2.      Við brtt. á þskj. 865. A-liður orðist svo:
                 Tillaga ríkisskattstjóra til ráðherra vegna veiðigjaldsársins 2026 fyrir síld, kolmunna, makríl, þorsk og ýsu skal nema 70% af fjárhæð veiðigjalds skv. 2. málsl. 4. gr. Þá skal tillaga ríkisskattstjóra til ráðherra vegna veiðigjaldsársins 2027 fyrir síld, kolmunna, makríl, þorsk og ýsu nema 75% af fjárhæð veiðigjalds skv. 2. málsl. 4. gr., 80% vegna veiðigjaldsársins 2028 og 90% vegna veiðigjaldsársins 2029.

        Varatillaga:
        Í stað „85%“ og „95%“ í a-lið komi: 83%; og: 90%.

Greinargerð.

    Flutningsmenn leggja til að nokkrar breytingar verði gerðar á lögum um veiðigjald. Í fyrsta lagi er lagt til að breytingar verði gerðar á meðhöndlun frystiskipa. Í öðru lagi er gerð tillaga um að meðhöndlun útreiknings frystiskipa verði með þeim hætti sem lagt er til. Í þriðja lagi er lagt til að farið verði með aðra síld en hina norsk-íslensku á sama hátt og loðnu. Í fjórða lagi er gerð tillaga um að aflaverðmæti makríls verði reiknað þannig að það færist nær raunverulegu verði en gert er ráð fyrir í breytingartillögu frá meiri hluta atvinnuveganefndar, enda er þar gengist við því að verðgrundvöllur í frumvarpinu er rangur. Í fimmta lagi er lagt til að tekið verði tillit til ástands afla við löndun og horft til þess að verð á fiskmarkaði er jaðarverð. Því er gerð tillaga um að við útreikning veiðigjalds verði veittur fastur hóflegur afsláttur að því er varðar þorsk og ýsu. Í sjötta lagi er lagt til að í nýju ákvæði til bráðabirgða verði tryggt að þessi skattahækkun verði ekki framkvæmd af fullum þunga fyrstu árin.