Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 419  —  343. mál.




Fyrirspurn


til félags- og húsnæðismálaráðherra um hlutdeildarlán.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Hversu mörg hlutdeildarlán hafa verið veitt frá upphafi og hver er uppsöfnuð heildarfjárhæð þeirra?
     2.      Hvernig skiptast veitt hlutdeildarlán eftir sveitarfélögum?
     3.      Hver hafa fjárhagsleg áhrif hlutdeildarlána verið á ríkissjóð vegna skuldbindingar annars vegar og sölu hins vegar?
     4.      Hversu mörg hlutdeildarlán er áætlað að veita á yfirstandandi ári og næstu fjögur ár, þ.e. á tímabilinu 2025–2029?
     5.      Telur ráðherra tilefni til að endurskoða forsendur hlutdeildarlána, svo sem hámarksverð og tekjuviðmið, til þess að gefa fleiri hópum samfélagsins færi á að eignast fasteign, m.a. í ljósi hækkandi fasteignaverðs?


Skriflegt svar óskast.