Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 416  —  340. mál.




Fyrirspurn


til atvinnuvegaráðherra um stofnmælingu grásleppu.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.


     1.      Hversu margar grásleppur veiddust í hverju togi við stofnmælingu botnfiska á vegum Hafrannsóknastofnunar ár hvert árin 2012–2025 á þeim togstöðvum þar sem grásleppa veiddist?
     2.      Hver var upphafsstaðsetning og tímasetning hvers togs við stofnmælingu botnfiska á vegum Hafrannsóknastofnunar ár hvert árin 2012–2025 þar sem grásleppa veiddist?
     3.      Hversu margir dagar voru liðnir frá síðasta stórstreymi þegar tog var dregið á hverri togstöð þar sem grásleppa veiddist við stofnmælingu botnfiska á vegum Hafrannsóknastofnunar ár hvert árin 2012–2025?


Skriflegt svar óskast.