Ferill 339. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 415 — 339. mál.
Fyrirspurn
til félags- og húsnæðismálaráðherra um lyftur fyrir hreyfihamlaða á heimilum fólks.
Frá Guðmundi Ara Sigurjónssyni.
1. Hvernig er eftirliti háttað með lyftum fyrir hreyfihamlaða á heimilum fólks, sbr. reglugerð nr. 54/1995, um skráningu, eftirlit og umsjón með lyftum og lyftubúnaði til fólks- og vöruflutninga?
2. Telur ráðherra núverandi fyrirkomulag um eftirlitsheimsóknir vera íþyngjandi fyrir hreyfihamlaða sem þurfa að vera með lyftu á heimili sínu?
3. Telur ráðherra, í ljósi þess að samkvæmt fyrrnefndri reglugerð eru gerðar sömu kröfur um eftirlit með vörulyftum og lyftum í heimahúsi, að þörf sé á að breyta reglugerðinni til að koma til móts við þá sem þurfa á lyftu að halda á heimili sínu vegna fötlunar?
Munnlegt svar óskast.