Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 555 — 319. mál.
2. umræða.
Nefndarálit
um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2025.
Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar.
Fyrsti minni hluti telur óeðlilegt að afgreiða málið út úr nefndinni með slíkum asa sem raun ber vitni. Ekki gafst tími til að bjóða öllum umsagnaraðilum að koma fyrir nefndina. Í því ljósi telur 1. minni hluti að málið hefði þurft ítarlegri umfjöllun. Umfang málsins er slíkt að afar brýnt er að vandað sé til verka. Í ljósi sögu málsins má færa rök fyrir því að örlítið rýmri tími til vinnu í nefndinni hefði getað tryggt að öll viðhorf og upplýsingar kæmust betur til skila.
Alþingi, 22. maí 2025.
Þorgrímur Sigmundsson.