Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 517  —  312. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um stoðþjónustu.


     1.      Hversu margir starfsmenn á vegum ráðuneytisins starfa við stoðþjónustu? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneyti, undirstofnunum þess og starfseiningum.
    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti: Ráðuneytið hefur 7,5 stöðugildi við stoðþjónustu.
    Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR): ÍSOR hefur 7 stöðugildi á rekstrarsviði stofnunarinnar.
    Land og skógur: Stofnunin hefur alls 13,5 stöðugildi á þremur sviðum við stoðþjónustu.
    Minjastofnun Íslands: Stofnunin hefur tvö stöðugildi við stoðþjónustu á einu sviði.
    Náttúrufræðistofnun: Stofnunin hefur 8,4 stöðugildi við stoðþjónustu.
    Náttúruverndarstofnun: 9 stöðugildi eru við stoðþjónustu hjá Náttúruverndarstofnun í dag, þar af er eitt stöðugildi tímabundið til 12 mánaða.
    Umhverfis- og orkustofnun: Hjá stofnuninni eru alls 13,5 stöðugildi á þremur sviðum við stoðþjónustu.
    Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála: Enginn af starfsmönnum úrskurðarnefndarinnar starfar alfarið við stoðþjónustu en forstöðumaður og ritari nefndarinnar sinna verkefnum af því tagi samhliða öðrum störfum.
    Úrvinnslusjóður: Stofnunin hefur þrjú stöðugildi sem fást við stoðþjónustu samhliða öðrum störfum.
    Veðurstofa Íslands: Stofnunin hefur alls 22 stöðugildi við stoðþjónustu á þremur sviðum.

     2.      Að hve miklu leyti nýta viðkomandi einingar sér stoðþjónustu Fjársýslu ríkisins?
    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti: Ráðuneytið nýtir sér bókhalds-, greiðslu- og launaþjónustu Fjársýslu ríkisins (FJS).
    ÍSOR: Stofnunin nýtir sér ekki þjónustu FJS. Athygli er vakin á því að ÍSOR er stofnun í B-hluta og því er starfsemin ekki fjármögnuð með ríkisframlagi.
    Land og skógur: Stofnunin nýtir sér greiðslu- og launaþjónustu FJS.
    Minjastofnun Íslands: Stofnunin nýtir sér bókhalds-, greiðslu- og launaþjónustu FJS.
    Náttúrufræðistofnun: Stofnunin nýtir sér bókhalds-, greiðslu-, innheimtu- og launaþjónustu FJS.
    Náttúruverndarstofnun: Stofnunin nýtir sér bókhalds- og greiðsluþjónustu FJS.
    Umhverfis- og orkustofnun: Stofnunin nýtir sér bókhalds-, greiðslu- og launaþjónustu FJS.
    Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála: Nefndin nýtir sér bókhalds-, greiðslu- og launaþjónustu FJS.
    Úrvinnslusjóður: Stofnunin nýtir sér bókhalds-, greiðslu- og launaþjónustu FJS.
    Veðurstofa Íslands: Stofnunin nýtir sér bókhalds- og launaþjónustu FJS.