Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 357 — 312. mál.
Fyrirspurn
til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um stoðþjónustu.
Frá Diljá Mist Einarsdóttur.
1. Hversu margir starfsmenn á vegum ráðuneytisins starfa við stoðþjónustu? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneyti, undirstofnunum þess og starfseiningum.
2. Að hve miklu leyti nýta viðkomandi einingar sér stoðþjónustu Fjársýslu ríkisins?
Skriflegt svar óskast.