Ferill 307. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 837 — 307. mál.
Svar
félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um stoðþjónustu.
1. Hversu margir starfsmenn á vegum ráðuneytisins starfa við stoðþjónustu? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneyti, undirstofnunum þess og starfseiningum.
Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda stöðugilda og fjölda einstaklinga sem starfa við stoðþjónustu eftir stofnunum.
Stofnun/ráðuneyti | Stöðugildi | Fjöldi |
Félags- og húsnæðismálaráðuneyti | 3 | 3 |
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála | 3,5 | 5 |
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun | 4,5 | 5 |
Ríkissáttasemjari | 1,2 | 4 |
Tryggingastofnun | 17 | 17 |
Umboðsmaður skuldara | 0 | 0 |
Úrskurðarnefnd velferðarmála | 0 | 0 |
Vinnueftirlitið | 12,3 | 13 |
Vinnumálastofnun | 19 | 19 |
Sjónstöðin | 0 | 0 |
Skipulagsstofnun | 3 | 3 |
2. Að hve miklu leyti nýta viðkomandi einingar sér stoðþjónustu Fjársýslu ríkisins?
Fjársýsla ríkisins sér um launagreiðslur fyrir ríkisstofnanir. Í eftirfarandi töflu má sjá aðra þjónustu sem stofnanir nýta sér hjá Fjársýslu ríkisins.
Stofnun/ráðuneyti | Þjónusta Fjársýslu ríkisins |
Félags- og húsnæðismálaráðuneyti | Stoðþjónusta á sviði bókhalds, launa og kjaramála og mannauðsráðgjöf. |
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála | Bókhaldsþjónusta, greiðsluþjónusta, innheimta og gjaldeyrisfærslur. |
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun | Mannauðstorg, Akra og innkaupaþjónusta. |
Ríkissáttasemjari | Bókhaldsþjónusta og greiðsluþjónusta. |
Tryggingastofnun | Stoðþjónusta vegna Oracle-kerfa, ráðgjöf vegna launa- og mannauðsmála, bókhalds- og áætlanagerðar og aðstoð við opinber útboð vegna innkaupa. |
Umboðsmaður skuldara | Bókhaldsþjónusta og greiðsluþjónusta. |
Úrskurðarnefnd velferðarmála | Launa- og bókhaldsþjónusta. |
Vinnueftirlitið | Bókhaldsþjónusta, kaup á vöru og þjónustu, mannauðsráðgjöf. |
Vinnumálastofnun | Greiðsluþjónusta, bókhaldsþjónusta, kjaramál, mannauðsráðgjöf, upplýsingatorg, þjónustukerfi og innkaupaþjónusta. |
Sjónstöðin | Mannauðsráðgjöf, greiðsla og innheimta reikninga. |
Skipulagsstofnun | Bókhaldsþjónusta og Vinnustund. |