Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 344 — 301. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað ríkisins vegna yfirfærslu verkefna frá sveitarfélögum.
Frá Ingibjörgu Isaksen.
1. Hver er áætlaður kostnaður ríkisins við að taka alfarið yfir kostnað sem áður féll að hluta á sveitarfélög vegna nauðsynlegrar uppbyggingar hjúkrunarheimila, annars vegar miðað við áætlaða uppbyggingarþörf og hins vegar á núvirði miðað við byggingarvísitölu?
2. Hver er áætlaður kostnaður ríkisins við yfirfærslu þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda frá sveitarfélögum til ríkisins?
3. Hver er áætlaður kostnaður sveitarfélaga vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara að teknu tilliti til gildistíma þeirra og hvert verður fjárframlag ríkisins til sveitarfélaga vegna kjarasamninganna?
Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
Skriflegt svar óskast.