Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 332  —  294. mál.




Fyrirspurn


til félags- og húsnæðismálaráðherra um leiguverð og húsnæðisöryggi.

Frá Degi B. Eggertssyni.


     1.      Hvert var meðalleiguverð á árunum 2019–2024, annars vegar á almennum leigumarkaði og hins vegar hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum?
     2.      Hver er munur á upplifuðu húsnæðisöryggi hjá leigjendum, annars vegar á almennum leigumarkaði og hins vegar hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum?


Skriflegt svar óskast.