Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 294  —  262. mál.
Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um markaði fyrir sýndareignir.

Frá fjármála- og efnahagsráðherra.



1. gr.

Lögfesting.

    Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1114 frá 31. maí 2023 um markaði fyrir sýndareignir og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 og tilskipunum 2013/36/ESB og (ESB) 2019/1937, sem birt er í auglýsingu nr. 8/2025 í C-deild Stjórnartíðinda, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2025 frá 20. febrúar 2025, sem birt er í auglýsingu nr. 8/2025 í C-deild Stjórnartíðinda, og bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
    Í lögum þessum er vísað til reglugerðar (ESB) 2023/1114 með aðlögunum og breytingum skv. 1. mgr. sem reglugerðar (ESB) 2023/1114.

2. gr.

Vísanir til tilskipana.

    Eftirfarandi vísanir til tilskipana í reglugerð (ESB) 2023/1114 skulu skiljast svo:
     1.      Aðilar eða stofnanir sem eru taldar upp í 1. til 4. lið I. þáttar II. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Fagfjárfestir skv. a–d-lið 14. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     2.      Auðkenni áhættusamra þriðju landa skv. 9. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849: Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki skv. 6. gr. laga nr. um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
     3.      Ákvæði landslaga sem lögleiða tilskipun (ESB) 2015/849: Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
     4.      Ákvæði landslaga sem lögleiða 1. og 3. mgr. 18. gr. a tilskipunar (ESB) 2015/849: Ákvæði 14. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
     5.      Ákvæði landslaga sem lögleiða 2. mgr. 26. gr. og 3. og 5. mgr. 45. gr. tilskipunar ESB 2015/849: Ákvæði 18. og 32. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
     6.      Ákvæði landslaga sem lögleiða 16. gr. tilskipunar 2006/73/EB: Reglugerð sem sett er með stoð í 24. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     7.      Ákvæði II. og III. bálks tilskipunar 2009/110/EB: Ákvæði II. og III. kafla laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     8.      Ákvæði 5. gr. tilskipunar 2009/110/EB: 12. og 13. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     9.      Ákvæði 7. gr. tilskipunar 2009/110/EB: 25. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     10.      Ákvæði 11. gr. tilskipunar 2009/110/EB: 5., 7. og 8. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     11.      Ákvæði 12. gr. tilskipunar 2009/110/EB: 6. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     12.      Bótakerfin fyrir fjárfesta samkvæmt tilskipun 97/9/EB: Tryggingakerfi fyrir fjárfesta samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
     13.      Eignastýring eins og um getur í 4. lið A-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Eignastýring skv. d-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     14.      Fjárfestingaráðgjöf eins og um getur í i-lið b-liðar 3. mgr. 6. gr. tilskipunar 2009/65/EB: Fjárfestingaráðgjöf skv. 2. tölul. 3. mgr. 5. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.
     15.      Fjárfestingaráðgjöf eins og um getur í i-lið b-liðar 4. mgr. 6. gr. tilskipunar 2011/61/ESB: Fjárfestingaráðgjöf skv. 2. tölul. 3. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.
     16.      Fjárfestingaráðgjöf eins og um getur í 5. lið A-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Fjárfestingaráðgjöf skv. e-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     17.      Fjármálagerningar eins og þeir eru skilgreindir í 15. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB: Fjármálagerningur skv. 17. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     18.      Fjármunir eins og þeir eru skilgreindir í 25. lið 4. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Fjármunir skv. 8. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
     19.      Framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavinar eins og um getur í 2. lið A-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina skv. b-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     20.      Fyrirbyggjandi aðgerðir eða neyðaraðgerðir eins og þær eru skilgreindar í 101. og 102. lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2014/59/ESB: Fyrirbyggjandi aðgerðir eins og þeim er lýst skv. 82. gr. c, 107. gr. c og 107. gr. e laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og 15. og 16. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, og neyðaraðgerð eins og þeim er lýst skv. 27., 37., 38. og 60. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.
     21.      Greiðslustofnun eins og hún er skilgreind í 4. lið 4. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Greiðslustofnun skv. 18. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
     22.      Greiðsluþjónusta eins og hún er skilgreind í 3. lið 4. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Greiðsluþjónusta skv. 22. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
     23.      Greiðsluþjónustuveitandi eins og hann er skilgreindur í 11. lið 4. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Greiðsluþjónustuveitandi skv. 23. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
     24.      Hlutfall atkvæðisréttar skv. 9.–10. gr. og 4.–5. mgr. 12. gr. tilskipunar 2004/109/EB: Hlutfall atkvæðisréttar skv. III. kafla laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021.
     25.      Innstæða eins og hún er skilgreind í 3. lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2014/49/ESB: Skuldastaða sem er til komin vegna fjármuna sem skildir eru eftir á reikningi eða millifærslna sem leiða af hefðbundinni almennri bankastarfsemi og sem lánastofnun ber að endurgreiða með skilmálum samkvæmt gildandi lögum eða samningum, þ.m.t. bundin innlán og innlán á sparireikningi en að undanskilinni skuldastöðu þar sem:
                  a.      einungis er hægt að sýna fram á hana með fjármálagerningi samkvæmt skilgreiningu í 17. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, nema um sé að ræða sparnaðarafurð sem staðfest er með innlánaskírteini gefnu út á tilgreindan aðila og sem er fyrir hendi í aðildarríki 2. júlí 2014,
                  b.      höfuðstóll hennar er ekki endurgreiðanlegur á nafnverði,
                  c.      höfuðstóll hennar er einungis endurgreiðanlegur á nafnverði í krafti tiltekinnar ábyrgðar eða samþykkis sem lánastofnunin eða þriðji aðili veitir.
     26.      Innstæðutryggingakerfið samkvæmt tilskipun 2014/49/ESB: Innstæðudeild Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
     27.      Jöfnuð eigin viðskipti eins og þau eru skilgreind í 38. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB: Jöfnuð eigin viðskipti skv. 28. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     28.      Kröfur um stjórnarhætti samkvæmt tilskipun 2014/65/ESB: Kröfur um stjórnarhætti samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.
     29.      Lögbær yfirvöld samkvæmt ákvæðum landslaga sem lögleiða tilskipun 2009/110/EB: Lögbær yfirvöld samkvæmt lögum um útgáfu og meðferð rafeyris.
     30.      Markaðstorg fjármálagerninga samkvæmt tilskipun 2014/65/ESB: Markaðstorg fjármálagerninga skv. 38. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     31.      Móttaka og miðlun fyrirmæla eins og um getur í iii-lið b-liðar 4. mgr. 6. gr. tilskipunar 2011/61/ESB: Móttaka og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga skv. 4. tölul. 3. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.
     32.      Móttaka og miðlun fyrirmæla um einn eða fleiri fjármálagerninga eins og um getur í 1. lið A-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga skv. a-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     33.      Náin tengsl eins og þau eru skilgreind í 35. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB: Náin tengsl skv. 43. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     34.      Peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka í skilningi 3. og 5. mgr. 1. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849: Peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka skv. 7. og 12. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
     35.      Rafeyrir eins og hann er skilgreindur í 2. lið 2. gr. tilskipunar 2009/110/EB: Rafeyrir skv. 5. tölul. 4. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     36.      Rafeyrisfyrirtæki eins og það er skilgreint í 1. lið 2. gr. tilskipunar 2009/110/EB: Rafeyrisfyrirtæki skv. 6. tölul. 4. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     37.      Rafeyristókar sem eru undanþegnir skv. 4. og 5. mgr. 1. gr. tilskipunar 2009/110/EB: Peningaleg verðmæti skv. 2. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     38.      Rekstraraðili sérhæfðs sjóðs (AIFM) eins og hann er skilgreindur í b-lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB: Rekstraraðili skv. 26. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.
     39.      Rekstrarfélag eins og það er skilgreint í b-lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB: Rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 18. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.
     40.      Samningur um fjárhagslega tryggingaráðstöfun eins og hann er skilgreindur í a-lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/47/EB: Samningur um fjárhagslega tryggingarráðstöfun skv. 7. tölul. 2. gr. laga um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir, nr. 46/2005.
     41.      Samstæða eins og hún er skilgreind í 11. lið 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/34/ESB: Samstæða samkvæmt lögum um ársreikninga.
     42.      Samstæðureikningsskil í samræmi við tilskipun 2013/34/ESB: Samstæðureikningsskil í samræmi við lög um ársreikninga.
     43.      Skaða- eða líftryggingaafurðir sem falla undir vátryggingaflokkana sem taldir eru upp í I. og II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB eða endurtryggingasamningar eins og um getur í þeirri tilskipun: Skaða- eða líf- og heilsutryggingaafurðir og endurtryggingasamningar samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi.
     44.      Skipulegt markaðstorg samkvæmt tilskipun 2014/65/ESB: Skipulegt markaðstorg skv. 56. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     45.      Skuldbindingar í tengslum við að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka samkvæmt tilskipun (ESB) 2015/849: Skuldbindingar í tengslum við að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
     46.      Starfsleyfi samkvæmt tilskipun 2009/110/EB: Starfsleyfi samkvæmt lögum um útgáfu og meðferð rafeyris.
     47.      Starfsleyfi samkvæmt tilskipun 2009/65/EB: Starfsleyfi samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.
     48.      Starfsleyfi samkvæmt tilskipun 2011/61/ESB: Starfsleyfi samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
     49.      Starfsleyfi samkvæmt tilskipun 2013/36/ESB: Starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
     50.      Starfsleyfi samkvæmt tilskipun 2014/65/ESB: Starfsleyfi samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.
     51.      Starfsleyfi samkvæmt tilskipun (ESB) 2015/2366: Starfsleyfi samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu.
     52.      Starfstengd lífeyriskerfi sem falla undir gildissvið tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2341 eða tilskipunar 2009/138/EB: Samningur um starfstengd eftirlaunaréttindi samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði eða lögum um vátryggingastarfsemi.
     53.      Sölutrygging eða markaðssetning fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli sem um getur í 6. lið A-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Sölutrygging í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga skv. f-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     54.      Umsjón með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar sem um getur í 7. lið A-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Umsjón með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar skv. g-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     55.      Útgefendur rafeyristóka sem njóta undanþágu í samræmi við 1. mgr. 9. gr. tilskipunar 2009/110/EB: Lögaðilar með takmarkað starfsleyfi skv. 16. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
     56.      Viðbótarþjónusta skv. 1. lið B-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Viðbótarþjónusta skv. a-lið 67. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     57.      Viðmiðunarmörk sem mælt er fyrir um í 52. gr. tilskipunar 2009/65/EB: Viðmiðunarmörk skv. 67. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.
     58.      Viðskipti fyrir eigin reikning eins og um getur í 3. lið A-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB: Viðskipti fyrir eigin reikning skv. c-lið 16. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021.
     59.      Þjónusta sem um getur í a-lið 3. mgr. 6. gr. tilskipunar 2009/65/EB: Eignastýring skv. 1. tölul. 3. mgr. 5. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.
     60.      Þjónusta sem um getur í a-lið 4. mgr. 6. gr. tilskipunar 2011/61/ESB: Eignastýring skv. 1. tölul. 3. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.


3. gr.

Lögbært yfirvald og eftirlit.

    Seðlabanki Íslands er lögbært yfirvald hér á landi í skilningi laga þessara. Fjármálaeftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA annast eftirlit samkvæmt lögum þessum. Fjármálaeftirlitið fer með önnur verkefni sem lög þessi fela lögbæru yfirvaldi. Um eftirlit Fjármálaeftirlitsins fer samkvæmt ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og laga um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
    Fjármálaeftirlitið hefur þær eftirlits- og rannsóknarheimildir sem kveðið er á um í 94. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114.
    Til þeirra rannsóknaraðgerða sem kveðið er á um í a–c-lið og e-lið 1. mgr. 123. gr. og 124. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2023/1114 þarf heimild dómara nema samþykki þess aðila sem rannsóknaraðgerðirnar beinast að liggi fyrir. Um beiðni um heimild dómara til rannsóknaraðgerða fer eftir XV. kafla laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, eftir því sem við á.

4. gr.

Aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA og dóma EFTA-dómstólsins.

    Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA samkvæmt lögum þessum eru aðfararhæfar, sem og dómar og úrskurðir EFTA-dómstólsins.

5. gr.

Starfsleyfi, skráning og virkir eignarhlutir.

    Eftirfarandi starfsemi er háð starfsleyfi eða skráningu í samræmi við ákvæði reglugerðar (ESB) 2023/1114:
     1.      Aðilar sem bjóða sýndareignir aðrar en eignatengda tóka eða rafeyristóka á almennum markaði skulu uppfylla skilyrði II. bálks reglugerðarinnar.
     2.      Útgefendur eignatengdra tóka skulu sækja um starfsleyfi skv. 18. gr. reglugerðarinnar og uppfylla skilyrði III. bálks hennar.
     3.      Útgefendur rafeyristóka skulu hafa starfsleyfi skv. IV. bálk reglugerðarinnar og uppfylla þau skilyrði sem þar koma fram.
     4.      Þjónustuveitendur sýndareigna skulu sækja um starfsleyfi skv. 59. gr. reglugerðarinnar.
    Einstaklingar eða lögaðilar sem einir eða í samstarfi hyggjast eignast, beint eða óbeint, virkan eignarhlut í þjónustuveitanda sýndareigna skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu skriflega um fyrirhuguð kaup í samræmi við 83. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114. Meta skal hæfi til að fara með virkan eignarhlut samkvæmt lögum þessum sem og öðrum lögum sem gilda um starfsemi aðilans.
    Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi útgefanda eignatengds tóka skv. 24. gr. og starfsleyfi þjónustuveitanda sýndareigna skv. 64. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114. Fjármálaeftirlitið getur afturkallað eða fellt niður tímabundið starfsleyfi þjónustuveitanda sýndareigna vegna brota á ákvæðum sem tilgreind eru í 5. tölul. 1. mgr. 6. gr.

6. gr.

Stjórnvaldssektir.

    Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssekt á hvern þann sem brýtur gegn eftirfarandi ákvæðum reglugerðar (ESB) 2023/1114:
     1.      4.–14. gr.
     2.      16., 17., 19., 22., 23., 25., 27.–41., 46. og 47. gr.
     3.      48.–51. og 53.–55. gr.
     4.      59., 60., 64. og 65.–83. gr.
     5.      88.–92. gr.
    Sekt sem lögð er á einstakling vegna brots skv. 1.–4. tölul. 1. mgr. getur numið að hámarki 105 millj. kr. Sekt sem lögð er á einstakling getur numið að hámarki 150 millj. kr. vegna brots gegn 88. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114 og að hámarki 750 millj. kr. vegna brots gegn 89.–92. gr. reglugerðarinnar.
    Sekt sem lögð er á lögaðila vegna brots skv. 1.–4. tölul. 1. mgr. getur numið að hámarki 750 millj. kr., að hámarki 375 millj. kr. vegna brots gegn 88. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114 og að hámarki 2.240 millj. kr. vegna brots gegn 89.–92. gr. reglugerðarinnar. Sekt sem lögð er á lögaðila getur þó verið hærri með tilliti til hlutfalls af heildarársveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða samkvæmt síðasta samþykkta samstæðureikningi ef um er að ræða móðurfélag eða dótturfélag móðurfélags sem ber að semja samstæðureikning, þ.e. allt að 2% ef um er að ræða brot gegn 88. gr. reglugerðarinnar, allt að 3% ef um er að ræða brot skv. 1. tölul. 1. mgr., allt að 5% ef um er að ræða brot skv. 4. tölul. 1. mgr., allt að 12,5% ef um er að ræða brot skv. 2. eða 3. tölul. 1. mgr. og allt að 15% ef um er að ræða brot gegn 89.–92. gr. reglugerðarinnar.
    Þrátt fyrir 2. og 3. mgr. er heimilt að ákvarða einstaklingi eða lögaðila stjórnvaldssekt vegna brots skv. 1.–4. tölul. 1. mgr. allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem nemur fjárhagslegum ávinningi af brotinu eða tapi sem forðað er með því. Heimilt er að ákvarða einstaklingi eða lögaðila stjórnvaldssekt vegna brots skv. 5. tölul. 1. mgr. allt að þrefaldri þeirri fjárhæð sem nemur fjárhagslegum ávinningi af brotinu eða tapi sem forðað er með því.
    Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá því að tilkynnt hefur verið um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.

7. gr.

Bann við stjórnunarstörfum.

    Vegna brots skv. 4. eða 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. er Fjármálaeftirlitinu heimilt að leggja tímabundið bann við því að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri viðkomandi þjónustuveitanda sýndareigna, eða hver annar einstaklingur sem ber ábyrgð á brotinu, gegni stjórnunarstöfum hjá þjónustuveitanda sýndareigna. Ef um er að ræða endurtekið brot gegn 89.–92. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114 getur bannið numið a.m.k. tíu árum.

8. gr.

Bann við viðskiptum fyrir eigin reikning.

    Vegna brots skv. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. er Fjármálaeftirlitinu heimilt að leggja tímabundið bann við því að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri viðkomandi þjónustuveitanda sýndareigna, eða hver annar einstaklingur sem ber ábyrgð á brotinu, stundi viðskipti fyrir eigin reikning.

9. gr.

Opinber birting.

    Fjármálaeftirlitið skal birta ákvarðanir um beitingu stjórnsýsluviðurlaga vegna brota skv. 1.–5. tölul. 1. mgr. 6. gr. til samræmis við 114. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114.

10. gr.

Saknæmi.

    Stjórnsýsluviðurlögum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.

11. gr.

Ákvörðun stjórnsýsluviðurlaga og annarra ráðstafana.

    Við ákvörðun stjórnsýsluviðurlaga, þar á meðal um fjárhæð stjórnvaldssekta, og annarra ráðstafana vegna brota gegn lögum þessum skal tekið tillit til allra atvika sem máli skipta, eftir því sem við á, þ.m.t. eftirfarandi:
     a.      alvarleika og tímalengdar brotsins,
     b.      hvort brotið hafi verið framið af ásetningi eða gáleysi,
     c.      ábyrgðar hins brotlega,
     d.      fjárhagsstöðu hins brotlega, sér í lagi með hliðsjón af heildarveltu lögaðila eða árstekna og hreinnar eignar einstaklings,
     e.      ávinnings eða taps sem forðað var með brotinu fyrir hinn brotlega, sé unnt að ákvarða það,
     f.      hvort brotið hafi leitt til taps þriðja aðila,
     g.      samstarfsvilja hins brotlega,
     h.      fyrri brota hins brotlega á lögum þessum,
     i.      ráðstafana sem sá brotlegi gerir eftir brotið til að koma í veg fyrir endurtekningu þess,
     j.      áhrifa brotsins á hagsmuni eigenda sýndareigna og viðskiptavina þjónustuveitenda sýndareigna, einkum almennra eigenda.

12. gr.

Sátt.

    Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, stjórnvaldsfyrirmæla settra á grundvelli þeirra eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
    Seðlabanki Íslands setur reglur um framkvæmd 1. mgr.

13. gr.

Réttur grunaðs manns.

    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með stjórnsýsluviðurlögum hefur sá sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.

14. gr.

Frestur til að beita stjórnsýsluviðurlögum.

    Heimild Fjármálaeftirlitsins til að beita stjórnsýsluviðurlögum samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar sjö ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
    Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.

15. gr.

Stjórnvaldsfyrirmæli

    Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) 2023/1114 um þau atriði sem koma fram í:
     1.      2. mgr. 3. gr. um skilgreiningar.
     2.      11. mgr. 43. gr. um flokkun eignatengdra tóka sem mikilvægra eignatengdra tóka.
     3.      8. mgr. 103. gr., 8. mgr. 104. gr. og 7. mgr. 105. gr. um viðmið og þætti varðandi fjárfestavernd eða ógn við eðlilega virkni og heilleika markaða með sýndareignir eða við stöðugleika fjármálakerfisins.
     4.      10. mgr. 134. gr. um málsmeðferðarreglur um eftirlitsráðstafanir og álagningu sekta.
     5.      3. mgr. 137. gr. um eftirlitsgjöld.
    Seðlabanki Íslands setur reglur um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) 2023/1114 um þau atriði sem koma fram í:
     1.      11. mgr. 6. gr. um stöðluð eyðublöð, snið og sniðmát hvítbókar um sýndareign.
     2.      12. mgr. 6. gr. um efni, aðferðafræði og framsetningu upplýsinga um sjálfbærnivísa.
     3.      8. mgr. 17. gr. um ferlið við samþykki á hvítbók um sýndareign.
     4.      6. mgr. 18. gr. um nánari tilgreiningu upplýsinga varðandi umsókn um starfsleyfi.
     5.      7. mgr. 18. gr. um stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur um þær upplýsingar sem skulu vera í umsókn um starfsleyfi.
     6.      10. mgr. 19. gr. um stöðluð eyðublöð, snið og sniðmát vegna hvítbókar um sýndareign.
     7.      11. mgr. 19. gr. um efni, aðferðafræði og framsetningu upplýsinga um sjálfbærnivísa.
     8.      6. mgr. 22. gr. um aðferðir við að meta fjölda og virði viðskipta.
     9.      7. mgr. 22. gr. um stöðluð eyðublöð, snið og sniðmát vegna skýrslugjafar og upplýsingagjafar.
     10.      5. mgr. 31. gr. um kröfur, sniðmát og verklagsreglur fyrir meðferð kvartana.
     11.      5. mgr. 32. gr. um stefnur og verklagsreglur varðandi ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra ásamt upplýsingum og aðferðum í tengslum við upplýsingagjöf.
     12.      6. mgr. 35. gr. um ferli, tímaramma og viðmið í tengslum við kröfu um hærri eiginfjárgrunn og lágmarkskröfur um álagspróf.
     13.      4. mgr. 36. gr. um lausafjárkröfur.
     14.      5. mgr. 38. gr. um fjármálagerninga sem teljast auðseljanlegir og bera hverfandi áhættu.
     15.      4. mgr. 42. gr. um efni nauðsynlegra upplýsinga til að framkvæma mat á fyrirhuguðum kaupum í útgefendum eignatengdra tóka.
     16.      7. mgr. 45. gr. um fyrirkomulag stjórnarhátta, stefnu og verklagsreglur við bæði lausafjárstýringu og lausafjárkröfur og ferli og tímaramma varðandi aðlögun í tengslum við fjárhæð eiginfjárgrunns.
     17.      10. mgr. 51. gr. um stöðluð eyðublöð, snið og sniðmát vegna hvítbókar um sýndareign.
     18.      15. mgr. 51. gr. um efni, aðferðafræði og framsetningu upplýsinga að því er varðar sjálfbærnivísa.
     19.      13. mgr. 60. gr. um nánari tilgreiningu upplýsinga skv. 7. mgr. 60. gr.
     20.      14. mgr. 60. gr. um stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur að því er varðar tilkynningu skv. 7. mgr. 60. gr.
     21.      5. mgr. 62. gr. um nánari tilgreiningu upplýsinga skv. 2. og 3. mgr. 62. gr. varðandi umsókn um starfsleyfi.
     22.      6. mgr. 62. gr. um stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur um þær upplýsingar sem skulu vera í umsókn um starfsleyfi.
     23.      6. mgr. 66. gr. um efni, aðferðafræði og framsetningu upplýsinga að því er varðar sjálfbærnivísa.
     24.      10. mgr. 68. gr. um ráðstafanir til að tryggja samfellu og reglufestu í framkvæmd þjónustu á sviði sýndareigna og skrár sem halda skal um alla þjónustu, starfsemi, fyrirmæli og viðskipti.
     25.      5. mgr. 71. gr. um kröfur, sniðmát og verklagsreglur fyrir meðferð kvartana.
     26.      5. mgr. 72. gr. um stefnur og verklagsreglur varðandi ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra ásamt upplýsingagjöf og aðferðum.
     27.      16. mgr. 76. gr. um hvernig leggja eigi fram gögn um gagnsæi og innihald og snið tilboðabóka.
     28.      4. mgr. 84. gr. um efni nauðsynlegra upplýsinga til að framkvæma mat á fyrirhuguðum kaupum á þjónustuveitendum sýndareigna.
     29.      4. mgr. 88. gr. um opinbera birtingu innherjaupplýsinga og frestun á opinberri birtingu innherjaupplýsinga.
     30.      2. mgr. 92. gr. um fyrirkomulag, kerfi, verklag og sniðmát til að fyrirbyggja og greina markaðssvik og samráðsferli milli lögbærra yfirvalda þegar um er að ræða markaðssvik yfir landamæri.
     31.      10. mgr. 95. gr. um upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda.
     32.      11. mgr. 95. gr. um stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklag við samstarf og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda.
     33.      3. mgr. 96. gr. um stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklag við samstarf og upplýsingaskipti.
     34.      3. mgr. 107. gr. um sniðmát fyrir samstarfssamninga við lögbær yfirvöld þriðju landa.
     35.      8. mgr. 109. gr. um gögn sem nauðsynleg eru til flokkunar í skrá varðandi hvítbækur um sýndareignir, útgefendur eignatengdra tóka og rafeyristóka og þjónustuveitendur sýndareigna.
     36.      8. mgr. 119. gr. um mat á mikilvægi útgefenda eignatengdra tóka og rafeyristóka, hvernig skuli telja eignatengda tóka eða rafeyristóka notaða í miklum mæli og framkvæmdarlega þætti í störfum samstarfshóps eftirlitsaðila.

16. gr.

Gildistaka.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2025.
    Þegar vísað er til dagsetningarinnar 30. desember 2024 í 143. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114 skal skilja það sem vísun til 1. júlí 2025. Þegar vísað er til dagsetningarinnar 30. júlí 2024 í 143. gr. reglugerðarinnar skal skilja það sem vísun til 1. ágúst 2025.

17. gr.

Breyting á öðrum lögum.

     1.      Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998: Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
             12.        Þjónustuveitenda sýndareigna.
             13.        Útgefenda eignatengdra tóka.
     2.      Lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999: Á eftir orðinu „greiðslustofnana“ í 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: þjónustuveitenda sýndareigna.
     3.      Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002: Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
                  a.      Við 15. tölul. 1. mgr. bætist: þ.m.t. rafeyristóka samkvæmt lögum um markaði fyrir sýndareignir.
                  b.      Við 1. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                  16.        Útgáfu eignatengdra tóka samkvæmt lögum um markaði fyrir sýndareignir.
                  17.        Þjónustu á sviði sýndareigna samkvæmt lögum um markaði fyrir sýndareignir.
                  c.      Í stað tilvísunarinnar „15. tölul.“ í 3. mgr. kemur: 17. tölul.
     4.      Lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017: Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
                  a.      Við 1. tölul. bætist: með þeim breytingum sem leiðir af 144. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1114 frá 31. maí 2023 um markaði fyrir sýndareignir og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 og tilskipunum 2013/36/ESB og (ESB) 2019/1937, sem birt er í auglýsingu nr. 8/2025 í C-deild Stjórnartíðinda.
                  b.      Við 3. tölul. bætist nýr stafliður svohljóðandi: 145. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1114 frá 31. maí 2023 um markaði fyrir sýndareignir og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 og tilskipunum 2013/36/ESB og (ESB) 2019/1937, sem er birt í auglýsingu nr. 8/2025 í C-deild Stjórnartíðinda.
     5.      Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018:
                  a.      Á eftir orðunum „sbr. skilgreiningu í 3. gr. laganna“ í j-lið 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: og laga um markaði fyrir sýndareignir.
                  b.      Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
                      1.      16. tölul. orðast svo: Sýndareign: Stafræn framsetning á virði eða réttindum sem unnt er að millifæra og varðveita rafrænt með dreifðri færsluskrártækni eða sambærilegri tækni, sbr. lög um markaði fyrir sýndareignir.
                      2.      20. tölul. fellur brott.
                      3.      25. tölul. orðast svo: Þjónustuveitandi sýndareigna: Lögaðili eða annar rekstraraðili sem hefur atvinnu af eða rekur þjónustu á einu eða fleiri sviðum sýndareigna fyrir viðskiptavini í atvinnuskyni og hefur heimild til að veita þjónustu á sviði sýndareigna, sbr. lög um markaði fyrir sýndareignir.
                      4.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Sjálfhýst vistfang: Vistfang dreifðrar færsluskrár sem tengist hvorki þjónustuveitanda sýndareigna né aðila með staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins sem veitir svipaða þjónustu og þjónustuveitandi sýndareigna.
                  c.      7. mgr. 32. gr. laganna orðast svo:
                           Rafeyrisfyrirtæki, greiðsluþjónustuveitendur og þjónustuveitendur sýndareigna, sem hafa höfuðstöðvar sínar í öðru aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins en veita þjónustu með staðfestu hér á landi á öðru formi en sem útibú, skulu að kröfu eftirlitsaðila tilnefna miðlægan tengilið sem hefur það hlutverk að tryggja að farið sé að lögum þessum og auðvelda eftirlit með starfseminni af hálfu eftirlitsaðila, þ.m.t. með því að láta eftirlitsaðilum í té skjöl og upplýsingar sé þess óskað.
                  d.      Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
                      1.      1. mgr. orðast svo:
                              Einstaklingar og lögaðilar sem veita gjaldeyrisskiptaþjónustu eru skráningarskyldir hjá Seðlabanka Íslands.
                      2.      Orðin „ og þjónustuveitenda sýndareigna” í fyrirsögn greinarinnar falla brott.
                  e.      Á eftir orðinu „millifærslum“ 26. tölul. 1. mgr. 46. gr. laganna kemur: fjármuna og sýndareigna.
                  f.      Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 56. gr. laganna:
                      1.      Á eftir orðinu „millifærslum“ í i-lið kemur: fjármuna og sýndareigna.
                      2.      j-liður orðast svo: um kröfur við tilnefningu miðlægs tengiliðar skv. 7. mgr. 32. gr.
                  g.      Við 2. mgr. 57. gr. laganna bætist: reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1113 frá 31. maí 2023 um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna og tiltekinna sýndareigna og um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849, sbr. ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1114 frá 31. maí 2023 um markaði fyrir sýndareignir og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 og tilskipunum 2013/36/ESB og (ESB) 2019/1937.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta var samið af starfshópi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði. Í starfshópnum sátu fulltrúi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem gegndi formennsku, og fulltrúar frá Seðlabanka Íslands, Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Fjártækniklasanum. Þá var sá hluti frumvarpsins sem varðar breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka unninn í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. Frumvarpinu er ætlað að innleiða í íslenskan rétt ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1114 frá 31. maí 2023 um markaði fyrir sýndareignir og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 og tilskipunum 2013/36/ESB og (ESB) 2019/1937 (hér eftir MiCA).
    MiCA kom að fullu til framkvæmda í aðildarríkjum Evrópusambandsins í desember 2024. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2025 frá 20. febrúar 2025.
    Samhliða gildistöku MiCA tók gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1113 frá 31. maí 2023 um upplýsingar sem fylgja skulu millifærslum fjármuna og tiltekinna sýndareigna og um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849. Sú tilskipun er innleidd í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018. Í frumvarpinu er mælt fyrir um nauðsynlegar breytingar á þeim lögum í tilefni MiCA og svo reglugerðar (ESB) 2023/1113 (hér eftir TFR) sem verður innleidd að hluta til verði frumvarpið að lögum, eins og nánar er gerð grein fyrir í kafla 3.3.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    MiCA er hluti af stafrænum fjármálapakka Evrópusambandsins (ESB) sem var fyrst kynntur árið 2020. Aðrar gerðir sem tilheyra stafræna fjármálapakkanum eru reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2554 frá 14. desember 2022 um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fyrir fjármálageirann og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 648/2012, (ESB) nr. 600/2014, (ESB) nr. 909/2014 og (ESB) 2016/1011 (DORA) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/858 frá 30. maí 2022 um tilraunaregluverk fyrir innviði markaða sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) nr. 909/2014 og tilskipun 2014/65/ESB (DFTR). Stafræni fjármálapakkinn er liður í áætlun Evrópusambandsins um stafræn fjármál (e. EU Digital Finance Strategy). Áætlunin miðar að því að styðja stafræna þróun á sviði fjármála en jafnframt bregðast við áhættu sem henni kann að fylgja.
    Sýndareignir, sem eru verðmæti á stafrænu formi sem hægt er að nota sem greiðslu eða fjárfestingu, hafa gert aðilum kleift að skiptast á rafrænum greiðslum án aðkomu milliliðar, svo sem fjármálafyrirtækis. Sýndareignir eru ekki gefnar út af seðlabönkum og engin opinber ábyrgð er tekin á verðgildi þeirra. Sýndareignir hafa ekki náð mikilli útbreiðslu sem greiðslumáti þar sem fá fyrirtæki viðurkenna þær sem greiðslu fyrir vöru eða þjónustu, enda getur flökt á verðgildi þeirra verið umtalsvert. Sýndareignir hafa því frekar verið í boði sem fjárfestingarmöguleiki. Fjögur fyrirtæki eru starfandi hér á landi sem þjónustuveitendur sýndareigna og eru slíkir aðilar milligönguaðilar á milli viðskiptavina sinna og viðskiptavettvangs fyrir sýndareignir en enginn viðskiptavettvangur er starfræktur hér á landi. Samkvæmt gildandi regluverki er þjónustuveitendum sýndareigna skylt að skrá starfsemi sína til að geta hafið starfsemi, sbr. b-lið 1. mgr. 35. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, þar sem tekið er fram að þjónustuveitendur sýndareigna eru skráningarskyldir hjá Seðlabanka Íslands. Skráðum aðilum er skylt að fylgja löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og takmarkast eftirlit Fjármálaeftirlitsins við þau lög. Ekki eru aðrar reglur til hér á landi um sýndareignir en þær sem finna má í þeim lögum. Með innleiðingu MiCA verður starfsemi þjónustuveitenda sýndareigna starfsleyfisskyld með tilheyrandi kröfum. Þá verða einnig útgefendur eignatengdra tóka starfsleyfisskyldir samkvæmt MiCA og útgefendur rafeyristóka þurfa að hafa starfsleyfi sem annaðhvort lánastofnun eða rafeyrisfyrirtæki.
    Fyrrnefndur stafrænn fjármálapakki Evrópusambandsins, þ.m.t. MiCA, á rætur að rekja til aðgerðaáætlunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fjártækni (e. Fintech Action Plan) frá mars 2018. Í greinargerð með tillögu framkvæmdastjórnarinnar að MiCA kemur fram að á grunni aðgerðaáætlunarinnar hafi tvær evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði, Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Evrópska bankaeftirlitsstofnunin, unnið skýrslu um sýndareignir og hvernig slíkar eignir féllu að regluverki Evrópusambandsins á fjármálamarkaði. Í skýrslunni er fjallað um að ákveðnar sýndareignir kunni að bera einkenni sem gera það að verkum að þær falla undir gildandi regluverk Evrópusambandsins á sviði fjármálamarkaða. Samkvæmt aðfaraorðum MiCA má í þessu samhengi nefna sýndareignir sem uppfylla hugtaksskilyrði fjármálagernings eins og það hugtak er skilgreint í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipun 2002/92/EB og tilskipun 2011/61/ESB (MiFID II). Ákvæði MiFID II gilda því nú þegar um útgefendur slíkra sýndareigna og um fyrirtæki sem stunda starfsemi sem tengist þeim. Aðrar sýndareignir falla aftur á móti utan gildissviðs gildandi regluverks Evrópusambandsins um fjármálaþjónustu. MiCA er ætlað að fylla í þetta tómarúm með samræmdum reglum um sýndareignir sem ekki falla undir annað regluverk sem gildir á sviði fjármálamarkaða Evrópusambandsins. Sum aðildarríkjanna hafa þegar tekið upp í landsrétt réttarreglur um sýndareignir, viðskipti með slíkar eignir o.fl. en með MiCA er ætlunin að koma í veg fyrir að ólíkt regluverk gildi að þessu leyti á milli aðildarríkjanna.
    Í greinargerð með tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kemur fram að tilefni MiCA megi einnig rekja til svokallaðra stöðugleikamynta sem í einföldu máli má lýsa sem flokki sýndareiga sem binda virði sitt við aðra eign. Í aðfaraorðum MiCA kemur fram að þar séu sýndareignir flokkaðar í þrjár gerðir sem lúta mismunandi kröfum með hliðsjón af áhættunni sem í þeim felst. Flokkunin byggist á því hvort sýndareignir leitast við að halda virði sínu stöðugu með tilvísun í aðrar eignir og er flokkunin eftirfarandi:
     1.      Rafeyristóki (e. electronic money token) sem skilgreinist sem tegund sýndareignar sem felur í sér skuldbindingu um að viðhalda stöðugu virði miðað við virði eins opinbers gjaldmiðils.
     2.      Eignatengdur tóki (e. asset-referenced token) sem er tegund sýndareignar sem er ekki rafeyristóki og felur í sér skuldbindingu um að viðhalda stöðugu virði miðað við annað virði, annan rétt eða sambland af hvoru tveggja, þ.m.t. einum eða fleiri opinberum gjaldmiðlum.
     3.      Aðrar sýndareignir sem ekki eru rafeyristókar eða eignatengdir tókar og ná yfir margs konar sýndareignir, þ.m.t. nytjatóka sem skilgreinist sem tegund sýndareignar sem einungis er ætlað að veita aðgang að vöru eða þjónustu sem útgefandi hans veitir.
    Í greinargerð með tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kemur fram að markmið tillögunnar sé fjórþætt sem endurspeglast í ofangreindri umfjöllun um tilefni og nauðsyn MiCA. Í fyrsta lagi er markmiðið að stuðla að réttarvissu með það fyrir augum að skapa öruggt lagalegt umhverfi í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Í öðru lagi er tillögunni ætlað að stuðla að nýsköpun með sýndareignir og því er mikilvægt að til staðar sé örugg og heildstæð umgjörð um slík viðskipti sem styður einnig við heilbrigða samkeppni. Í þriðja lagi er markmið tillögunnar að tryggja fullnægjandi neytenda- og fjárfestavernd og heilleika markaða fyrir sýndareignir þar sem margar sýndareignir falla ekki undir löggjöf fjármálamarkaða. Í fjórða og síðasta lagi er yfirlýst markmið tillögunnar að tryggja fjármálastöðugleika í ljósi aukinnar notkunar sýndareigna, sérstaklega stöðugleikamynta.

3. Meginefni frumvarpsins.
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu MiCA í íslenskan rétt með setningu nýrra laga um markaði fyrir sýndareignir. Meginefni frumvarpsins er lögfesting MiCA og nauðsynlegra ákvæða þar að lútandi, þar á meðal heimildir eftirlitsaðila til eftirlits og upplýsingaöflunar, viðurlög við brotum gegn ákvæðum MiCA og heimild ráðherra og Seðlabanka Íslands til að setja stjórnvaldsfyrirmæli. Þá er í frumvarpinu mælt fyrir um breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, lögum um um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999, lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017, og lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.

3.1. Samantekt um MiCA.
    Í MiCA eru gerðar ítarlegar kröfur til þeirra sem veita þjónustu á sviði sýndareigna, þ.m.t. um skipulag og starfsemi. Í MiCA er einnig fjallað um reglur til að koma í veg fyrir markaðsmisnotkun og innherjaviðskipti, en þeim reglum svipar til almennra markaðsmisnotkunar- og innherjaviðskiptareglna sem gilda um fjármálagerninga. Þá eru í MiCA samræmdar kröfur um almenn útboð á eignatengdum tókum og rafeyristókum og þegar eignatengdir tókar og rafeyristókar eru teknir til viðskipta. MiCA skiptist í níu bálka og verður stuttlega gerð grein fyrir fyrstu sjö bálkunum en síðustu tveir bálkarnir varða framseldar gerðir og umbreytinga- og lokaákvæði.

3.1.1. Efni og gildissvið MiCA.
    Í fyrsta bálk MiCA er fjallað um efni, gildissvið og skilgreiningar. Tekið er fram að MiCA mæli fyrir um eftirfarandi:
     a.      Gagnsæis- og birtingakröfur vegna útgáfu, almenn útboð og þegar sýndareignir eru teknar til viðskipta á viðskiptavettvangi fyrir sýndareignir.
     b.      Kröfur í tengslum við starfsleyfisveitingu og eftirlit með þjónustuveitendum sýndareigna, útgefendum eignatengdra tóka og útgefendum rafeyristóka sem og kröfur er lúta að starfsemi, rekstri og skipulagi slíkra aðila.
     c.      Kröfur um vernd handhafa sýndareigna við útgáfu, almennt útboð og þegar sýndareignir eru teknar til viðskipta.
     d.      Kröfur um vernd viðskiptavina þjónustuveitenda sýndareigna.
     e.      Ráðstafanir gegn innherjasvikum, ólögmætri miðlun innherjaupplýsinga og markaðsmisnotkun í tengslum við sýndareignir til að tryggja heilleika markaða með sýndareignir.

3.1.2. Sýndareignir aðrar en eignatengdir tókar eða rafeyristókar.
    Í öðrum bálk MiCA eru ríkar kröfur gerðar til þeirra sem bjóða út á almennum markaði og taka til viðskipta aðrar sýndareignir en eignatengda tóka eða rafeyristóka. Kröfurnar í bálknum varðandi útboð á slíkum sýndareignum eiga ekki við ef t.d. sýndareignir eru boðnar án endurgjalds, þær búnar til með sjálfvirkum hætti sem umbun fyrir að halda dreifða færsluskrá eða sannprófa viðskipti og útboðið varðar nytjatóka sem veitir aðgang að vöru eða þjónustu sem þegar er til staðar.
    Helstu kröfur sem gerður eru til útgefanda sem og þeirra sem hyggjast taka sýndareignir til viðskipta á markaði lúta að birtingu upplýsinga, svo sem markaðsefnis og starfsreglna.

3.1.3. Eignatengdir tókar.
    Í þriðja bálk MiCA er kveðið á um starfsleyfi til að bjóða út eignatengda tóka á almennum markaði og beiðni um að taka þá til viðskipta. Slíkir tókar skulu ekki boðnir almenningi eða teknir til viðskipta á markaði nema útgefandi þeirra sé lögaðili eða annar rekstraraðili sem hlotið hefur starfsleyfi í samræmi við ákvæði MiCA eða sem lánastofnun. Settar eru fram ítarlegar kröfur gagnvart útgefendum slíka tóka eða þeim sem óska eftir að taka þá til viðskipta varðandi m.a. umsókn um starfsleyfi, útgáfu upplýsingaskjals, þ.e. hvítbókar, sem inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar um eignatengda tókann, skýrslugjöf til lögbærs yfirvalds, markaðsefni, verklagsreglur um meðferð kvartana, ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra og stjórnarhætti. Jafnframt er gerð krafa um að útgefendur eignatengdra tóka skuli hafa lágmarkseiginfjárgrunn og varasjóð eigna. Þá er lagt bann við greiðslu vaxta í tengslum við eignatengda tóka.
    Evrópska bankaeftirlitsstofnunin getur, að eigin frumkvæði eða samkvæmt ósk útgefanda eignatengds tóka, flokkað eignatengda tókann sem mikilvægan ef ákveðin viðmið eru uppfyllt, t.d. ef virði eða markaðsverðmæti fer yfir 5 milljarða evra. Útgefendur mikilvægra eignatengdra tóka sæta auknum kröfum og eftirliti Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.

3.1.4. Rafeyristókar.
    Í fjórða bálk MiCA er kveðið á um kröfur vegna almenns útboðs eða þegar rafeyristókar eru teknir til viðskipta sem og kröfur sem gerðar eru til útgefenda rafeyristóka. Útgefendur slíkra tóka skulu hafa starfsleyfi sem lánastofnun eða rafeyrisfyrirtæki og hafa tilkynnt lögbæru yfirvaldi um hvítbók, sem inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar um rafeyristókann, og birt hana. Tekið er fram að rafeyristóki skuli teljast sem rafeyrir. Um kröfur til útgefenda rafeyristóka vísar MiCA oft til tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/110/EB frá 16. september 2009 um stofnun og rekstur rafeyrisfyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim, breytingu á tilskipunum 2005/60/EB og 2006/48/EB og um niðurfellingu á tilskipun 2000/46/EB, sem innleidd var í íslenskan rétt með lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013. Varðandi kröfur um útgáfu og innleysanleika rafeyristóka er m.a. tekið fram að eigendur rafeyristóka skuli eiga kröfu á hendur útgefendum þeirra og útgefendur rafeyristóka skuli gefa þá út á nafnverði og við móttöku fjármuna. Einnig er tekið fram að útgefendur rafeyristóka skuli innleysa þá að beiðni eiganda rafeyristókans hvenær sem er og á nafnverði með greiðslu fjármuna annarra en rafeyris sem nema peningalegu virði rafeyristókans. Þá er lagt bann við greiðslu vaxta í tengslum við rafeyristóka og m.a. eru gerðar kröfur um efni upplýsinga í hvítbók, markaðsefni og fjárfestingu fjármuna sem tekið er við í skiptum fyrir rafeyristóka.
    Evrópska bankaeftirlitsstofnunin getur, að eigin frumkvæði eða samkvæmt ósk útgefanda rafeyristóka, flokkað rafeyristókann sem mikilvægan ef ákveðin viðmið eru uppfyllt sem taka mið af áðurnefndum viðmiðum í MiCA um eignatengda tóka. Útgefendur mikilvægra rafeyristóka sæta auknum kröfum og eftirliti Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.

3.1.5. Þjónustuveitendur sýndareigna.
    Í fimmta bálk MiCA er kveðið á um starfsleyfi og skilyrði fyrir starfsemi þjónustuveitenda sýndareigna. Þeir sem mega veita þjónustu á sviði sýndareigna eru annars vegar lögaðilar eða aðrir rekstraraðilar sem hafa fengið starfsleyfi sem þjónustuveitendur sýndareigna og hins vegar ákveðnar fjármálastofnanir sem heimilt er að veita þjónustu á sviði sýndareigna. Samkvæmt MiCA er þjónustuveitendum sýndareigna settar ítarlegar kröfur um starfsleyfi og skulu þeir starfa af heiðarleika og sýna sanngirni og fagmennsku með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Einnig er m.a. kveðið á um varfærniskröfur er lúta að lágmarkskröfu um eigið fé, stjórnarháttum þjónustuveitenda sýndareigna, vörslu og umsýslu sýndareigna, markaðssetningu, skilyrðum varðandi útvistun og starfsemi til að takmarka rekstraráhættu og kaupum á þjónustuveitendum sýndareigna. Þá eru gerðar auknar kröfur til þjónustuveitenda sem teljast mikilvægir.

3.1.6. Markaðssvik.
    Í sjötta bálk MiCA er að finna reglur um markaðssvik tengd viðskiptum með sýndareignir. Gerð er krafa um opinbera birtingu innherjaupplýsinga, lagt er bann við innherjasvikum, ólögmætri miðlun innherjaupplýsinga og markaðsmisnotkun. Aðilar sem sjá um eða eiga í viðskiptum með sýndareignir í atvinnuskyni skulu vera með skilvirkt fyrirkomulag, kerfi og verklag til að koma í veg fyrir og greina markaðssvik.

3.1.7. Lögbær yfirvöld, EBA og ESMA.
    Sjöundi bálkur MiCA varðar lögbær yfirvöld, Evrópsku bankaeftirlitsstofnunina (EBA) og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina (ESMA). Kveðið er á um valdheimildir lögbærra yfirvalda sem aðildarríki tilgreina til að gegna hlutverki og skyldum samkvæmt MiCA ásamt samstarfi milli annars vegar lögbærra yfirvalda annarra ríkja og hins vegar EBA og ESMA. ESMA er heimilt að banna eða takmarka tímabundið markaðssetningu, dreifingu eða sölu á tilteknum sýndareignum, öðrum en eignatengdum tókum eða rafeyristókum, eða tegunda starfsemi eða framkvæmd í tengslum við aðrar sýndareignir en eignatengda tóka eða rafeyristóka. Bannið eða takmörkunina þarf m.a. að vera hægt að rekja til verulegs áhyggjuefnis varðandi fjárfestavernd eða ógn við markað eða stöðugleika með sýndareignir. Þá er annars vegar EBA heimilt að grípa til sömu ráðstafana, líkt og ESMA, í tilviki tiltekinna eignatengdra tóka eða rafeyristóka og hins vegar lögbærum yfirvöldum í tilviki tiltekinna sýndareigna. Kveðið er m.a. á um að ESMA skuli halda skrá yfir hvítbækur um sýndareignir, útgefendur eignatengdra tóka, rafeyristóka og þjónustuveitendur sýndareigna, stjórnsýsluviðurlög og aðrar stjórnsýsluráðstafanir lögbærra yfirvalda ásamt eftirlitsheimildum þeirra. Þá er jafnframt kveðið á um eftirlitsskyldur, valdheimildir og valdsvið EBA að því er varðar útgefendur mikilvægra eignatengdra tóka og mikilvægra rafeyristóka. Sameiginlega EES-nefndin hefur gert aðlaganir á ákvæðum MiCA varðandi hlutverk ESMA og EBA. Um aðlaganir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2025 frá 20. febrúar 2025, sem birt er í auglýsingu nr. 8/2025 í C-deild Stjórnartíðinda, á ákvæðum MiCA sem tengjast ESMA og EBA vísast til skýringa við 1. gr. frumvarpsins.

3.2. Svigrúm við innleiðingu.
    Með frumvarpinu er lagt til að MiCA, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2025 frá 20. febrúar 2025 um upptöku hennar í EES-samninginn og bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn, skuli hafa lagagildi hér á landi. MiCA verði þannig, í samræmi við a-lið 1. mgr. 7. gr. EES-samningsins, tekin í heild upp í landsrétt. Með frumvarpinu er ekki gengið lengra en lágmarkskröfur MiCA kveða á um.
    Í MiCA er ekki svigrúm til að víkja frá efnisákvæðum reglugerðarinnar nema að mjög takmörkuðu leyti.
    Í 93. gr. MiCA er aðildarríkjum heimilt að tilgreina fleiri en eitt lögbært yfirvald sem gegna því hlutverki og þeim skyldum sem kveðið er á um í MiCA. Í frumvarpi þessu er einungis gert ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands sé lögbært yfirvald í skilningi fyrirhugaðra laga.
    Í 1. undirgr. 1. mgr. 111. gr. MiCA er kveðið á um að aðildarríki skuli, í samræmi við landslög, kveða á um að lögbær yfirvöld hafi vald til að beita viðeigandi stjórnsýsluviðurlögum og öðrum stjórnsýsluráðstöfunum í tengslum við þau brot sem getið er í ákvæðinu. Aðildarríkjum er þó skv. 2. undirgr. 1. mgr. ákvæðisins heimilt að leggja refsingar við brotum frekar en stjórnsýsluviðurlög. Í frumvarpinu er einungis mælt fyrir um stjórnsýsluviðurlög. Alvarleg brot á þessu sviði gætu þó varðað refsingu samkvæmt öðrum lögum, svo sem ef þau fela í sér fjársvik eða fjárdrátt í andstöðu við almenn hegningarlög, nr. 19/1940, eða innherjasvik eða markaðsmisnotkun í andstöðu við lög um aðgerðir gegn markaðssvikum, nr. 60/2021. Einnig ber að nefna að þær hámarksstjórnsýslusektir sem lagðar eru á einstaklinga og lögaðila, sem getið er í 111. gr., skulu miða að lágmarki við fyrirframgefnar fjárhæðir á gengi evru 29. júní 2023 (149,1), sbr. d-lið 2. mgr., a-lið 1. undirgr. 3. mgr. og i- og j-lið 1. undirgr. 5. mgr. ákvæðisins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að miðað sé við þær hámarksfjárhæðir sem getið er í 111. gr. og við umreikning úr evrum í íslenskar krónur er námundað upp í næsta heila eða hálfa tug milljóna króna. Þá er aðildarríkjum heimilt skv. 6. mgr. 111. gr. MiCA að kveða á um að lögbær yfirvöld hafi viðbótarheimildir til að kveða á um stjórnsýsluviðurlög og aðrar stjórnsýsluráðstafanir en ekki er gert ráð fyrir slíku í frumvarpinu þar sem lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi kveða á um víðtækar heimildir til slíks.
    Í 1. undirgr. 3. mgr. 143. gr. MiCA er tekið fram að þjónustuveitendum sýndareigna sem veittu þjónustu í samræmi við gildandi lög fyrir 30. desember 2024 sé heimilt að halda því áfram til 1. júlí 2026 eða þar til þeim verði veitt eða synjað um starfsleyfi skv. 63. gr. MiCA. Í 2. undirgr. sömu málsgreinar er kveðið á um að aðildarríkjum sé heimilt að ákveða að hverfa frá þessu fyrirkomulagi fyrir þjónustuveitendur sýndareigna eða stytta gildistíma fyrirkomulagsins ef þau telji að landsbundinn reglurammi þeirra sem gildir fyrir 30. desember 2024 geri vægari kröfur en gerðar eru í MiCA. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir nýtingu á þeirri heimild sem 2. undirgr. málsgreinarinnar kveður á um þar sem slíkt gæti leitt til röskunar á viðskiptum með sýndareignir á innlendum markaði og jafnframt gert Fjármálaeftirlitinu erfiðara fyrir við undirbúning á eftirlitshlutverki sínu með framkvæmd laganna, verði frumvarpið samþykkt.

3.3. Breytingar á öðrum lögum.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á öðrum lögum í tengslum við viðskipti með sýndareignir til samræmis við kröfur í MiCA og um breytingar á gildandi tilskipunum. Eins og rakið er í 2. kafla frumvarpsins hafa efnisreglur er varða sýndareignir hingað til einungis verið í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, til að mynda um þjónustuveitendur, skráningarskylda starfsemi sem og að viðhafðar séu áhættumiðaðar aðgerðir af hálfu þjónustuveitenda í viðskiptum með sýndareignir. Gildandi regluverk er í lögum nr. 140/2018 en með því var leitast við að innleiða efnisreglur sem leiða af tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðarhópsins, FATF, nr. 15 og 16, er varða sýndareignir og flutning þeirra. Samhliða gildistöku MiCA tók sem fyrr segir gildi hin svokallaða TFR-reglugerð þar sem mælt er fyrir um hvaða upplýsingar skuli fylgja millifærslu fjármuna og tiltekinna sýndareigna annars vegar og um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 hins vegar (fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins). Hin nýja TFR-reglugerð kemur í stað reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/847 frá 20. maí 2015 um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1781/2006. Var þeirri reglugerð ætlað að tryggja rekjanleika við tilfærslu hefðbundinna fjármuna, svo sem reiðufjár, innstæðufjár og rafeyris, m.a. til að tryggja samræmda beitingu á kröfum sem leiða af tilmælum FATF er varða þjónustuveitendur millifærslna og þá einkum skyldu greiðsluþjónustuveitenda að láta upplýsingar um greiðanda og viðtakanda greiðslu fylgja með millifærslu fjármuna. Nýjustu breytingar á framangreindum tilmælum FATF nr. 15. og 16, byggðu á því að leggja svipaðar skyldur á þjónustuveitendur sýndareignar í því skyni að stuðla að rekjanleika millifærslna sýndareigna. Til viðbótar mælir hin nýja TFR-reglugerð fyrir um að þjónustuveitendum sýndareigna sé skylt að láta upplýsingar um upphafsaðila og viðtakanda færslna fylgja með millifærslum sýndareigna. Er þeim þannig skylt að afla, hafa og deila þeim upplýsingum með mótaðila á hinum enda millifærslu sýndareignanna og gera þær aðgengilegar lögbærum yfirvöldum að beiðni þeirra.
    Innleiðing MiCA kallar sem fyrr segir á breytingar á ákvæðum laga nr. 140/2018 hvað varðar m.a. skilgreiningar tengdar sýndareignum. Hvað varðar innleiðingu hinnar nýju TFR- reglugerðar í íslenskan rétt telst hún ekki eins umfangsmikil, m.a. vegna fyrrgreindra breytinga með lögum nr. 62/2022 um breytingu á lögum nr. 140/2018 og vegna þess að nú þegar er til staðar reglugerðarheimild til handa ráðherra vegna upplýsinga sem fylgja eiga millifærslum. Þær breytingar sem mælt er fyrir um í þessu frumvarpi og tengjast innleiðingu TFR-reglugerðarinnar má telja minni háttar. Vegna þessa og svo tengsla MiCA og TFR er farin sú leið að mæla fyrir um breytingarnar samhliða í því skyni að gera regluverk sem um sýndareignir gildir skýrara og að innbyrðis samræmi sé milli beggja lagabálka. Skal jafnframt tekið fram að ekki er talið að með frumvarpinu sé farið út fyrir það svigrúm sem lágmarkskröfur kveða á um í TFR, sem varðar útfærslu aðildarríkja vegna viðurlaga við brotum gegn ákvæðum reglugerðarinnar, þ.e. sem stjórnsýsluviðurlaga eða eftir atvikum viðurlaga á grundvelli ákvæða refsilaga. Í lögum nr. 140/2018 er þegar mælt fyrir um stjórnsýsluviðurlög vegna þar tilgreindra brota og er sú leið ráðgerð áfram.
    Varðandi breytingar á öðrum lögum vísast að öðru leyti til skýringa við 17. gr. frumvarpsins.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Atvinnufrelsi nýtur verndar skv. 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess og gætt sé jafnræðis, sbr. 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þau inngrip í starfsemi aðila sem stunda viðskipti með sýndareignir sem frumvarpið gengur út á munu byggjast á lögum, styðjast við lögmæt markmið um fjárfesta- og neytendavernd og fjármálastöðugleika og taka jafnt til aðila sem eru í sambærilegri stöðu. Því er talið að frumvarpið fullnægi kröfum stjórnarskrárinnar.
    Frumvarpið felur í sér innleiðingu á MiCA í íslenskan rétt. Veiting sértækra leyfa og undanþágna á grundvelli laganna og eftirlit með framkvæmd þeirra verður í höndum Fjármálaeftirlitsins. Innleiðing MiCA samræmist skuldbindingum Íslands skv. 7. gr. EES-samningsins og er ekki talin brjóta í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands.
    Aðlögun gerðarinnar byggist á tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verður eftirlitsaðili með mörkuðum fyrir sýndareignir hvað varðar EFTA-ríkin innan EES. Það þýðir að vald til að taka bindandi ákvarðanir sem liggur hjá evrópsku eftirlitsstofnununum innan Evrópusambandsins færist til Eftirlitsstofnunar EFTA innan EFTA-stoðarinnar. Allar bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum, og aðilum á fjármálamörkuðum, í EFTA-ríkjunum innan Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt MiCA verða teknar af ESA. Ákvörðunum ESA verður hægt að skjóta til EFTA-dómstólsins á sambærilegan hátt og ákvörðun eftirlitsstofnana innan Evrópusambandsins er unnt að skjóta til dómstóls sambandsins. Ekki er talið að fyrirkomulagið feli í sér framsalsheimildir sem séu verulega íþyngjandi eða umfram það sem áður hefur verið talið heimilt á grundvelli EES-samningsins.

5. Samráð.
    Frumvarpið var samið af starfshópi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði. Í starfshópnum sátu fulltrúi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, fulltrúar frá Seðlabanka Íslands, Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Fjártækniklasanum. Þá var hluti frumvarpsins jafnframt unninn í samstarfi við dómsmálaráðuneytið.
    Áformaskjal var birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is 6. ágúst – 6. september 2024 (mál nr. S-152/2024) en engin umsögn barst. Frumvarpsdrög voru birt til umsagnar í samráðsgáttinni 12.–26. febrúar 2025 (mál nr. S-28/2025) og barst ein umsögn frá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Í umsögninni kom fram að samtökin væru almennt jákvæð gagnvart frumvarpinu og mikilvægt væri að skýrar leikreglur væru fyrir þennan hluta fjármálamarkaðarins sem hefur lengst af staðið nánast utan laga og reglna. Samtökin bentu á að í ljósi þess hversu áhættusöm fjárfesting í sýndareignum sé muni frumvarpið auka neytendavernd en líklega megi telja að almenningur sé að jafnaði ekki vel upplýstur um hve mikil þessi áhætta sé. Í umsögn samtakanna er fjallað almennt um áhættu fjárfestinga í sýndareignum og hvatt til aukins fjármálalæsis almennings hér á landi.

6. Mat á áhrifum.
    Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands eru hér á landi skráðir fjórir þjónustuveitendur sýndareigna. Samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka frá desember 2023 var fjöldi viðskiptamanna hjá þeim félögum sem voru í rekstri um mitt ár 2022 alls um 13.400 og hefur þeim fjölgað á undanförnum árum. Tveir aðilar geta átt viðskipti sín á milli með sýndareignir án aðkomu þjónustuveitenda og jafnframt hagnýtt sér þjónustu erlendra aðila. Erfitt er því að sjá fyrir heildarumfang sýndareigna á Íslandi.

6.1. Hagræn áhrif á heildareftirspurn og einstaka markaði – hagstjórnarsjónarmið.
    Innleiðing MiCA mun setja skýrari ramma um viðskipti með sýndareignir og treysta stöðu neytenda. Það er talið liðka fyrir slíkum viðskiptum og greiða fyrir framþróun markaða fyrir sýndareignir. Nokkur óvissa ríkir hins vegar um áhrif af auknu umfangi viðskipta með sýndareignir á innlendan fjármálamarkað en heildstætt evrópskt regluverk um markaði fyrir sýndareignir ætti að draga úr líkum á neikvæðum áhrifum.

6.2. Áhrif á fyrirtækjaeftirlit og reglubyrði.
    Nái frumvarpið fram að ganga munu Fjármálaeftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA fara með eftirlit með lögunum og mun Fjármálaeftirlitið fara með önnur verkefni lögbærs yfirvalds á grundvelli MiCA. Innleiðing regluverks MiCA mun leiða til aukinna eftirlitsverkefna hjá Fjármálaeftirlitinu og jafnframt aukinna krafna gagnvart aðilum sem hafa umsýslu með sýndareignum, sem getur aukið kostnað þeirra. Hvað varðar breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. umfjöllun í kafla 3.3 varðandi TFR-reglugerðina, er talið að þær hafi minni háttar áhrif á stjórnvöld og aðila sem hafa umsýslu með sýndareignum. TFR-reglugerðinni er ekki ætlað að leggja óþarfa byrðar eða kostnað á greiðsluþjónustuveitendur, þjónustuveitendur sýndareigna eða aðila sem nota þjónustu þeirra.

6.3. Samkeppnisskilyrði.
    Með innleiðingu MiCA munu aðilar sem hafa umsýslu með sýndareignum heyra undir sömu samkeppnisskilyrði hér á landi og sambærilegir aðilar annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem starfsemi viðskipta með sýndareignir mun heyra undir heildstæða löggjöf á grundvelli samevrópskra reglna. Ætla má að lagasetning muni gera aðilum hér á landi sem hafa umsýslu með sýndareignum, og hafa til þess starfsleyfi, auðveldara fyrir að stunda viðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu. Aðilar sem hafa umsýslu með sýndareignum eru mismunandi að stærð og auknar kröfur til þeirra á grundvelli MiCA kallar á aukna innviði þeirra.

6.4. Áhrif á jafnrétti kynjanna.
    Ekki er gert ráð fyrir því að samþykkt frumvarpsins hafi áhrif á jafnrétti kynjanna.

6.5. Áætluð fjárhagsáhrif á ríkið.
    Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á fjárhag ríkissjóðs. Áætlað er að lagasetningin kunni þó að leiða til aukinna útgjalda hjá Fjármálaeftirlitinu sökum aukins eftirlits með mörkuðum fyrir sýndareignir. Þau útgjöld verða þó minni háttar en gætu krafist viðbótarstöðugildis hjá Fjármálaeftirlitinu. Því verður mætt með hagræðingu eða hækkun eftirlitsgjalds samkvæmt lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999.

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

     Um 1. mgr. Gerðir sem eru teknar upp í EES-samninginn og samsvara reglugerðum Evrópusambandsins skulu teknar sem slíkar upp í landsrétt, sbr. a-lið 7. gr. EES-samningsins. Í þessu felst sú skylda að leiða reglugerðir Evrópusambandsins, eins og þær hafa verið aðlagaðar við upptöku í EES-samninginn, óbreyttar í landsrétt. Því er lagt til að MiCA, eins og hún var aðlöguð við upptöku í EES-samninginn, verði lögfest í heild sinni.
    Til viðbótar við svokallaðar altækar aðlaganir sem leiða af bókun 1 við EES-samninginn voru gerðar umtalsverðar sértækar aðlaganir við hana þegar gerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2025 frá 20. febrúar 2025. Altækar aðlaganir eru aðlaganir sem eiga við um allar gerðir sem eru teknar upp í EES-samninginn og er ætlað að tryggja að efni gerða taki mið af eðli samningsins. Þær fela í sér atriði á borð við að vísanir til yfirráðasvæða og ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins eigi við um yfirráðasvæði og ríkisborgara aðildarríkja EES-samningsins og að vísanir til laga Evrópusambandsins eigi við um ákvæði EES-samningsins.
    Aðlaganir í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar taka fyrst og fremst mið af tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Tveggja stoða kerfið felur í sér að stofnanir EFTA, svo sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dómstóllinn, fara með mál sem varða EES-/EFTA-ríkin í stað stofnana Evrópusambandsins. Aðlaganirnar fela m.a. í sér að ESA er falið að vera eftirlitsaðili með fjármálastarfsemi hvað varðar EFTA-ríkin innan Evrópska efnahagssvæðisins í þeim skilningi að vald til að taka bindandi ákvarðanir sem liggur hjá evrópsku eftirlitsstofnununum innan Evrópusambandsins, þ.e. Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni og Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni, færist til ESA innan EFTA-stoðarinnar. Allar bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum, og aðilum á fjármálamarkaði, í EFTA-ríkjunum innan Evrópska efnahagssvæðisins samkvæmt MiCA eru því teknar af ESA á grundvelli draga frá evrópsku eftirlitsstofnununum.
    Þá er í MiCA gert ráð fyrir því að Seðlabanki Evrópu gefi í tilteknum tilvikum út álit til viðkomandi eftirlitsstjórnvalds í tengslum við eignatengda tóka sem vísa til evru, þ.e. varðandi útgáfu slíkra eigna, umsókn um starfsleyfi fyrir útgefanda, mat á stærð útgáfu, afturköllun starfsleyfis, takmörkun á stærð útgáfu og breytingu á birtri hvítbók útgefanda. Eftir atvikum er einnig gert ráð fyrir slíku áliti af hálfu seðlabanka viðkomandi aðildarríkis þegar aðilinn hefur staðfestu í aðildarríki sem ekki hefur evru sem opinberan gjaldmiðil eða ef eignatengdi tókinn vísar í annan gjaldmiðil innan Evrópusambandsins en evruna. Eftirlitsstjórnvaldi er heimilt að afgreiða beiðnir um þessi atriði, svo sem að veita leyfi fyrir útgáfu eignatengds tóka, að öllum skilyrðum uppfylltum, en eitt af skilyrðunum er að ekki liggi fyrir neikvætt álit seðlabanka, sbr. framangreint. Aðlaganir við MiCA eru þannig að ESA gefur út álit til viðkomandi eftirlitsstjórnvalds í stað Seðlabanka Evrópu ef eignatengdi tókinn vísar ekki til evru. Ef hann hins vegar vísar til evru þá er það einungis Seðlabanki Evrópu sem gefur út álit til viðkomandi eftirlitsstjórnvalds þar sem hann er seðlabanki evrunnar með sama hætti og Seðlabanki Íslands gefur ávallt álit þegar íslenska krónan tengist eignatengdum tóka. Seðlabanki Evrópu skal aðstoða ESA við útgáfu álita og skulu stofnanirnar leita eftir sameiginlegri afstöðu um efni álits. Ef það tekst ekki og Seðlabanki Evrópu er ósammála áliti ESA getur hann leitað til sameiginlegu EES-nefndarinnar líkt og gert er ráð fyrir í 111. gr. EES-samningsins.
    Einnig eru gerðar aðlaganir á tilteknum dagsetningum í MiCA, þ.e. í tengslum við gildistöku reglugerðarinnar í EES-/EFTA-ríkjunum og varðandi tímafresti EES-/EFTA-ríkjanna til innleiðingar á reglugerðinni í landsrétt. Þannig fá þau 12 mánuði til að innleiða reglugerðina og koma henni til framkvæmda frá dagsetningu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar.
    Lagt er til að vísað verði til birtingar gerðarinnar og ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2025 í auglýsingu nr. 8/2025 í C-deild Stjórnartíðinda. Um 2. mgr. Verði frumvarp þetta að lögum verður MiCA, með þeim aðlögunum sem greint er frá í 1. mgr. greinarinnar, hluti laganna. Þegar vísað er til laga þessara í ákvæðum frumvarpsins er jafnframt átt við MiCA, sbr. 1. gr.

Um 2. gr.

    Í MiCA er nokkuð um vísanir til tilskipana Evrópusambandsins og hugtaka sem koma fram þar. Í greininni er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi ákvæði tilskipananna hafa verið innleidd í íslenskan rétt.
    Taka ber fram að í 50. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA er að finna skilgreiningu á hugtakinu innstæða eins og það er skilgreint í 3. lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2014/49/ESB sem ekki hefur verið tekin upp í EES-samninginn og innleidd hér á landi. Ekki er heldur að finna skilgreiningu á hugtakinu í samhengi tilskipunarinnar í íslenskum lögum og af þeim sökum er efni skilgreiningarinnar í tilskipuninni tekið upp í 25. tölul. 2. gr. frumvarpsins. Þá er í 51. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA að finna skilgreiningu á hugtakinu samsett innstæða eins og það er skilgreint í 43. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB. Sú skilgreining vísar í fyrrnefndan 3. lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2014/49/ESB.
    Hér á eftir er greint frá því hvar þær reglugerðir Evrópusambandsins sem helst er vísað til í MiCA og heyra undir EES-samninginn hafa verið innleiddar:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa er innleidd með reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar, nr. 442/2012, sem sett var á grundvelli laga um almannatryggingar, nr. 100/2007.
     2.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa er innleidd með reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar, nr. 442/2012, sem sett var á grundvelli laga um almannatryggingar, nr. 100/2007.
     3.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB er innleidd með lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.
     4.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB er innleidd með lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.
     5.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/77/EB er innleidd með lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.
     6.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 er innleidd með lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
     7.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 frá 23. júlí 2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012 (CSDR) er innleidd með lögum um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, nr. 7/2020.
     8.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin) er innleidd með lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
     9.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 frá 14. júní 2017 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB er innleidd með lögum um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020.
     10.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði er innleidd með lögum um peningamarkaðssjóði, nr. 6/2023.
    Hér á landi er áformað að taka upp og/eða innleiða eftirtaldar reglugerðir sem heyra undir EES-samninginn og vísað er til í MiCA:
     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2402 frá 12. desember 2017 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun, og um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB, 2009/138/EB og 2011/61/ESB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 648/2012 (STS).
     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2554 frá 14. desember 2022 um stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt fyrir fjármálageirann og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 648/2012, (ESB) nr. 600/2014, (ESB) nr. 909/2014 og (ESB) 2016/1011 (DORA).
     Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2033 frá 27. nóvember 2019 um varfærniskröfur fyrir verðbréfafyrirtæki og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010, (ESB) nr. 575/2013, (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) nr. 806/2014.

Um 3. gr.

    Aðildarríki skulu skv. 93. gr. MiCA tilnefna lögbært yfirvald sem hefur eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum reglugerðarinnar. Meðal helstu verkefna lögbærs yfirvalds eru m.a. ákvörðun og beiting stjórnsýsluviðurlaga vegna brota gegn ákvæðum reglugerðarinnar, umsjón með útgáfu starfsleyfa, upplýsingamiðlun og eftirfylgni á þeim eftirlits- og rannsóknarheimildum sem því er falið.
    Lagt er til að Seðlabanki Íslands verði lögbært yfirvald hér á landi. Meðal verkefna Seðlabankans er að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi og annast almennt eftirlit með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli og að hún sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti, sbr. 1. og 4. mgr. 2. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Verkefni lögbærs yfirvalds samkvæmt MiCA falla vel að því.
    Lagt er til að tilgreint verði að Fjármálaeftirlitið fari með eftirlit með lögunum og fari með önnur verkefni lögbærs yfirvalds samkvæmt MiCA. Jafnframt er lagt til að tilgreint verði að Eftirlitsstofnun EFTA annist eftirlit með lögunum. Fjármálaeftirlitið er hluti af Seðlabankanum, sbr. 1. málsl. 4. mgr. 2. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Fjármálaeftirlitsnefnd bankans kemur að ákvörðunum sem faldar eru Fjármálaeftirlitinu í lögum eftir því sem nánar greinir í 3. málsl. 2. mgr. 3. gr. og 15. gr. laganna. Starfsemi Fjármálaeftirlitsins er fjármögnuð með eftirlitsgjaldi sem eftirlitsskyldir aðilar og aðrir gjaldskyldir aðilar greiða samkvæmt lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999.
    Um eftirlit Fjármálaeftirlitsins gilda lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, sbr. 1.–3. mgr. 2. gr. og 3. mgr. 8. gr. þeirra laga. Lögin fela Fjármálaeftirlitinu m.a. víðtækar heimildir til að afla upplýsinga og gagna, þar á meðal með vettvangskönnunum og með því að kalla einstaklinga til skýrslugjafar, og til að krefjast úrbóta að viðlögðum dagsektum ef eftirlitsskyldir aðilar fylgja ekki lögum og reglum. Um eftirlitið gilda einnig stjórnsýslulög, nr. 37/1993, og aðrar almennar reglur stjórnsýsluréttar, svo sem reglur um jafnræði, meðalhóf og andmælarétt.
    Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um Seðlabanka Íslands, og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins verða ekki kærðar til annars stjórnvalds. Þær sæta aftur á móti endurskoðun dómstóla eftir almennum reglum, sbr. m.a. 60. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Sá sem telur sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu Fjármálaeftirlitsins getur einnig kvartað til umboðsmanns Alþingis samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis, nr. 85/1997. Umboðsmaður getur látið í ljós álit sitt á því hvort athöfn Fjármálaeftirlitsins hafi brotið í bága við lög eða hvort annars hafi verið brotið gegn vönduðum stjórnsýsluháttum og beint til þess tilmælum um úrbætur. Álit umboðsmanns er þó ekki lagalega bindandi.
    Fjallað er um samstarf Fjármálaeftirlitsins við Eftirlitsstofnun EFTA og hinar evrópsku eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði í lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017. Fjallað er nánar um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits í 25. gr. a og bókun 8 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, sbr. auglýsingu nr. 64/2021 í C-deild Stjórnartíðinda.
    Í 2. mgr. er áréttað að Fjármálaeftirlitið hafi þær eftirlits- og rannsóknarheimildir sem kveðið er á um í 94. gr. MiCA. Þar er m.a. kveðið á um heimild til að stöðva starfsemi, víkja stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra útgefanda eignatengds tóka eða þjónustuveitanda sýndareigna frá og til að láta birta upplýsingar, að nánari skilyrðum uppfylltum. Einnig er vert að nefna að á grundvelli f-liðar 1. undirgr. 1. mgr. 111. gr. MiCA skal vera tryggt að lögbært yfirvald hafi vald til að beita viðeigandi stjórnsýsluviðurlögum og öðrum stjórnsýsluráðstöfunum vegna brests á því að samstarf hafi verið haft við það eða farið að kröfum þess við rannsókn eða í tengslum við skoðun eða beiðni eins og um getur í 3. mgr. 94. gr. MiCA. Á grundvelli laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, hefur Fjármálaeftirlitið yfir að ráða viðeigandi stjórnsýsluúrræðum vegna slíks.
    Í 3. mgr. er tekið fram að til þeirra rannsóknaraðgerða sem kveðið er á um í a–c-lið og e-lið 1. mgr. 123. gr. og 124. gr. MiCA þurfi heimild dómara nema samþykki þess aðila sem rannsóknaraðgerðirnar beinast að liggi fyrir. Sams konar ákvæði er að finna í 4. mgr. 4. gr. laga um fjármögnunarviðskipti með verðbréf, nr. 41/2023, og 2. mgr. 5. gr. laga um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018. Skv. 1. undirgr. 1. mgr. 123. gr. MiCA, eins og hún hefur verið aðlöguð með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 41/2025 frá 20. febrúar 2025, er kveðið á um að til þess að sinna eftirlitsskyldum sínum samkvæmt MiCA sé Eftirlitsstofnun EFTA heimilt að rannsaka útgefendur mikilvægra eignatengdra tóka og útgefendur mikilvægra rafeyristóka. Þær rannsóknir sem um ræðir í 1. undirgr. 1. mgr. 123. gr. felast í að:
     a.      athuga allar skrár, öll gögn, verklagsreglur og annað efni sem varðar framkvæmd verkefna Eftirlitsstofnunar EFTA óháð því hver geymslumiðillinn er,
     b.      taka afrit af eða fá vottuð afrit eða útdrætti úr slíkum skrám, gögnum, verklagsreglum eða öðru efni,
     c.      boða á sinn fund og biðja útgefendur mikilvægra eignatengdra tóka eða útgefendur mikilvægra rafeyristóka, eða stjórn og/eða framkvæmdastjórn þeirra eða starfsfólk, um munnlega eða skriflega útskýringu á málsatvikum eða gögnum sem varða viðfangsefni og tilgang rannsóknarinnar og til að skrá svörin,
     d.      taka viðtöl við aðra einstaklinga eða lögaðila sem samþykkja að veita viðtal í þeim tilgangi að afla upplýsinga sem varða viðfangsefni rannsóknarinnar,
     e.      óska eftir skrám um símtöl og gagnaumferð.
    Þá er Eftirlitsstofnun EFTA heimilt skv. 124. gr. MiCA að framkvæma allar nauðsynlegar vettvangsathuganir á starfsstöðvum útgefenda mikilvægra eignatengdra tóka og útgefenda mikilvægra rafeyristóka til að sinna eftirlitsskyldum sínum.

Um 4. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að kveðið verði á um aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA og dóma EFTA-dómstólsins og tryggt að ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA verði fullnustaðar með atbeina íslenskra stjórnvalda. Í 11. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, er gerður áskilnaður um aðfararhæfi krafna samkvæmt úrlausnum erlendra dómstóla og yfirvalda. Í ákvæðinu kemur fram að úrlausnir eða ákvarðanir erlendra dómstóla eða yfirvalda eða sættir gerðar fyrir þeim séu aðfararhæfar ef íslenska ríkið hefur skuldbundið sig að þjóðarétti og með lögum til að viðurkenna slíkar aðfararheimildir, enda verði fullnusta kröfu talin samrýmanleg íslensku réttarskipulagi. Að öðru leyti gilda lög um aðför um fullnustu ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins.

Um 5. gr.

    Í 1. mgr. eru reglur um starfsleyfi og skráningu á grundvelli MiCA. Líkt og vikið hefur verið að hafa reglur um þjónustuveitendur sýndareigna fram til þessa einungis verið í löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Undir því regluverki hefur starfsemi þjónustuveitenda sýndareigna verið skráningarskyld. Greinin er til leiðsagnar og er ætlað að bæta yfirsýn yfir hvenær starfsemi er starfsleyfis- eða skráningarskyld. Þjónustuveitendur sýndareigna eru starfsleyfisskyldir samkvæmt fimmta bálki MiCA en greiðsluþjónusta er starfsleyfisskyld samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 frá 25. nóvember 2015 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 2002/65/EB, 2009/110/EB og 2013/36/ESB og á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 og niðurfellingu á tilskipun 2007/64/EB. Þegar þjónustuveitendur sýndareigna með starfsleyfi samkvæmt þessum lögum veita greiðsluþjónustu sem fellur einnig undir lög um greiðsluþjónustu, þ.e. greiðsluþjónustu með rafeyristóka, þurfa þeir því jafnframt að hafa annaðhvort starfsleyfi sem greiðsluþjónustuveitandi eða vera umboðsmaður fyrir greiðslustofnun eða rafeyrisfyrirtæki.
    Í 2. mgr. eru reglur um aðila sem fara með virka eignarhluti í þjónustuveitendum sýndareigna. Virkur eignarhlutur er bein eða óbein hlutdeild í útgefanda eignatengdra tóka eða þjónustuveitanda sýndareigna sem nemur a.m.k. 10% af hlutafé eða atkvæðisrétti, eins og sett er fram í 9. og 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB, eftir því sem við á, að teknu tilliti til skilyrða um samlagningu eignarhluta, sem mælt er fyrir um í 4. og 5. mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar, eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun útgefanda eignatengds tóka eða þjónustuveitanda sýndareigna sem eignarhluturinn er í, sbr. 36. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA. Greininni er ætlað að bæta yfirsýn varðandi skilyrði þess að eiga virkan eignarhlut en einstaklingar eða lögaðilar sem hyggjast kaupa, beint eða óbeint, virkan eignarhlut í þjónustuveitenda sýndareigna skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu skriflega um fyrirhuguð kaup í samræmi við 83. gr. MiCA. Þá er vikið að mati á fyrirhuguðum eiganda virks eignarhlutar í 84. gr. MiCA en m.a. skal taka mið af orðspori, þekkingu, hæfni og reynslu, fjárhagslegu heilbrigði eða hvort fyrirhugaður eigandi tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka eða geti aukið líkur á slíku athæfi innan hlutaðeigandi aðila.
    Í 3. mgr. er kveðið á um heimild Fjármálaeftirlitsins til að afturkalla starfsleyfi útgefanda eignatengds tóka og þjónustuveitanda sýndareigna, sbr. 24. og 64. gr. MiCA. Þá er jafnframt kveðið á um heimild Fjármálaeftirlitsins til að afturkalla eða fella niður tímabundið starfsleyfi þjónustuveitenda sýndareigna vegna brota gegn 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., þ.e. 88.–92. gr. MiCA, sbr. d-lið 1. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA.

Um 6. gr.

    Í greininni, sem byggist að stærstum hluta á 111. gr. reglugerðar (ESB) 2023/1114, er fjallað um heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota gegn nánar tilgreindum ákvæðum MiCA. Til hliðsjónar má nefna að kveðið er nánar á um sektarheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA í 131.–134. gr. MiCA.
    Í 1. mgr. eru talin upp öll þau ákvæði MiCA sem heimilt er að sekta fyrir sé brotið gegn þeim og byggist ákvæðið á 1. undirgr. 1. mgr. 111. gr. MiCA. Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir tekur bæði til einstaklinga og lögaðila. Heimildir Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssekt vegna brota gegn ákvæðum frumvarpsins um tilkynningar til þess, til að mynda tilkynningu um hvítbók um sýndareign og markaðsefni, sbr. 8. gr. MiCA, og um tilkynningu um breytingu á stjórn og/eða framkvæmdastjórn, sbr. 33. gr. MiCA, eiga við hvort sem ekki er tilkynnt eða tilkynnt er of seint.
    Ákvæði 2. og 3. mgr. varða hámarksstjórnvaldssektir sem hægt er að leggja á einstaklinga og lögaðila. Hámarksstjórnvaldssektir eru mismunandi eftir því um hvaða brot gegn ákvæðum MiCA ræðir. Ákvæði 2. mgr. byggist á d-lið 2. mgr. og i-lið 1. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA sem kveða á um hámarksstjórnvaldssektir sem hægt er að leggja á einstaklinga vegna brota á tilteknum ákvæðum MiCA. Ákvæði 3. mgr. byggist annars vegar á 1. og 2. undirgr. 3. mgr. 111. gr. MiCA og hins vegar á j-lið 1. undirgr. og 2. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA sem kveða á um hámarksstjórnvaldssektir sem hægt er að leggja á lögaðila ásamt því að miða skal við síðasta samþykkta samstæðureikning ef um er að ræða móðurfélag eða dótturfélag móðurfélags sem ber að semja samstæðureikning. Hver þeirra fjárhæða sem hæst reynist skv. 2. og 3. mgr. greinarinnar ákvarðar hámarksfjárhæð sekta hverju sinni. Þannig gæti t.d. sekt sem er lögð á lögaðila vegna brota gegn 88. gr. MiCA orðið hærri en 375 millj. kr. ef 2% af veltu hans samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi myndi nema hærri fjárhæð en 375 millj. kr. Meginmarkmið viðurlagaákvæða er að hafa tilhlýðileg varnaðaráhrif.
    Ákvæði 4. mgr. kveður á um heimild til að leggja á stjórnvaldssekt sem er allt að tvö- eða þreföld fjárhæð ávinningsins eða tapsins sem komist er hjá vegna brotsins jafnvel þótt hún sé umfram hámarksfjárhæðirnar sem um getur í 2. og 3. mgr. ákvæðisins. Ákvæðið byggist á c-lið 2. mgr. og h-lið 1. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA. Eðli málsins samkvæmt verður aðeins miðað við ávinning af broti ef unnt er að meta fjárhæð hans.
    Í 5. mgr. ákvæðisins er lagt til að ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir séu aðfararhæfar, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, til að stuðla að því að þær hafi tilskilin áhrif. Réttur aðila til að bera ákvörðun Fjármálaeftirlitsins undir dómstóla er talinn tryggja réttaröryggi nægjanlega. Um framkvæmd fullnustunnar fer samkvæmt lögum um aðför. Í málsgreininni er jafnframt lagt til að dráttarvextir leggist á stjórnvaldssekt sem ekki er innt af hendi innan mánaðar frá því að tilkynnt er um hana til að knýja á um greiðslu. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssekt telst hafa verið tilkynnt þegar hún er komin til viðtakanda. Ekki er áskilið að sýnt sé fram á að hún sé komin til vitundar hans. Þá er fjallað nánar um dráttarvexti í III. kafla laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.

Um 7. gr.

    Í ákvæðinu er kveðið á um bann við stjórnunarstörfum. Fyrsti málsliður ákvæðisins byggist á 4. mgr. 111. gr. og e-lið 1. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA um tímabundið bann við stjórnunarstörfum hjá þjónustuveitanda sýndareigna vegna brota á þeim ákvæðum sem getið er í d-lið 1. undirgr. 1. mgr. 111. gr. MiCA, þ.e. 59., 60., 64. og 65.–83. gr. MiCA, og e-lið sömu málsgreinar, þ.e. 88.–92. gr. MiCA. Um er að ræða brot sem varða m.a. starfsleyfi og afturköllun starfsleyfis þjónustuveitanda sýndareigna, varfærniskröfur, stjórnarhætti og upplýsingagjöf. Í öðrum málslið ákvæðisins, sem byggist á f-lið 1. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA, er jafnframt sérstaklega kveðið á um a.m.k. tíu ára bann við stjórnunarstörfum ef um er að ræða endurtekið brot gegn 89.–92. gr. MiCA. Um er að ræða brot sem varða innherjasvik, ólögmæta birtingu innherjaupplýsinga, markaðsmisnotkun og markaðssvik.

Um 8. gr.

    Í ákvæðinu, sem byggist á g-lið 1. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA, kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti tímabundið bannað einstaklingi sem brýtur gegn þeim ákvæðum sem getið er í e-lið 1. undirgr. 1. mgr. MiCA, þ.e. 88.–92. gr. MiCA, að stunda viðskipti fyrir eigin reikning. Ákvæðið tekur til stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra viðkomandi þjónustuveitanda sýndareigna eða þeirra einstaklinga sem bera ábyrgð á brotinu. Eðli málsins samkvæmt skal tilgreina í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hve lengi bannið gildir.

Um 9. gr.

    Í ákvæðinu er kveðið á um skyldu Fjármálaeftirlitsins skv. a-lið 2. mgr. og a-lið 1. undirgr. 5. mgr. 111. gr. MiCA, sbr. einnig 114. gr. MiCA, til að birta ákvarðanir um stjórnvaldssektir og aðrar ráðstafanir vegna brota gegn ákvæðum frumvarpsins á vef eftirlitsins. Tilteknar undantekningar eru gerðar á skyldu til birtingar í 114. gr. reglugerðarinnar, m.a. þegar birting er ekki talin samræmast reglum um meðalhóf, ógna stöðugleika fjármálamarkaðar eða tefla áframhaldandi rannsókn í tvísýnu.


Um 10. gr.

    Gert er ráð fyrir að bæði ásetnings- og gáleysisbrot varði stjórnvaldssektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögunum, verði frumvarpið samþykkt, til að styrkja varnaðaráhrif þeirra og til samræmis við það sem almennt gildir um stjórnsýsluviðurlög á sviði fjármálamarkaðar. Saknæmisstig getur þó haft áhrif á það hversu alvarlegt brot er talið og þar með ákvörðun stjórnvaldssektar eða annarra viðurlaga.

Um 11. gr.

    Ákvæðið, sem byggist á 112. gr. MiCA, kveður á um að Fjármálaeftirlitið skuli taka tillit til allra atvika sem máli skipta þegar það ákveður tegund og umfang stjórnsýsluviðurlaga og annarra ráðstafana vegna brota gegn ákvæðum frumvarpsins. Talin eru upp nokkur atriði sem skal líta til eftir því sem við á hverju sinni. Meginatriðið er að viðurlög hafi tilhlýðileg varnaðaráhrif. Þau þurfa því m.a. að vinna gegn því að brotlegir aðilar hagnist á brotum eða komist hjá tapi.

Um 12. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði veitt heimild til að ljúka ákveðnum málum með sátt. Til að unnt sé að ljúka máli með sátt verður samþykki málsaðila að liggja fyrir. Sættir eru því ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds heldur koma málsaðilar einnig að þeim. Því er lagt til að kveðið verði skýrt á um að sátt sé bindandi fyrir aðila þegar hann hefur samþykkt hana og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Seðlabanki Íslands hefur á grundvelli annarra laga á sviði fjármálamarkaða sett reglur um heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að ljúka máli með sátt, nr. 1234/2024.
    Í sátt felst yfirleitt að málsaðili gengst við broti og upplýsir að fullu um það auk þess að greiða sekt, sem er þó lægri en ef Fjármálaeftirlitið hefði einhliða lagt á stjórnvaldssekt. Sátt getur einnig falið í sér annars konar úrræði, svo sem um viðeigandi úrbætur. Brjóti málsaðili gegn sátt getur Fjármálaeftirlitið fellt hana úr gildi og tekið mál til meðferðar á ný og þá eftir atvikum gert honum stjórnvaldssekt eða beitt öðrum ráðstöfunum.

Um 13. gr.

    Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið það hluta af réttlátri málsmeðferð skv. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að þeim sem sakaður er um refsiverða háttsemi í skilningi þess ákvæðis sé ekki skylt að tjá sig eða láta í té upplýsingar sem leitt geta til sakfellingar hans. Dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið geti við ákveðnar aðstæður verndað rétt manns til að fella ekki á sig sök í tengslum við meðferð stjórnsýslumála og ákvörðun stjórnsýsluviðurlaga, einkum stjórnvaldssekta. Ekki hefur þó enn verið sett almenn regla í íslensk lög um rétt einstaklinga til þess að fella ekki á sig sök við meðferð stjórnsýslumála sem geta leitt til ákvörðunar stjórnsýsluviðurlaga. Því er lagt til að rétturinn verði tilgreindur í þessu ákvæði frumvarpsins. Ákvæðið byggist á lögum um breytingar á lagaákvæðum um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði, nr. 55/2007, sem aftur byggðust á skýrslu nefndar um viðurlög við efnahagsbrotum frá 12. október 2006.
    Ákvæðið tekur aðeins til einstaklinga en ekki til lögaðila. Ákvæðinu er ekki ætlað að taka til réttinda annarra einstaklinga en þeirra sem eru aðilar að stjórnsýslumáli. Því hefur maður ekki rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn með vísan til þess að uppi sé rökstuddur grunur um lögbrot þriðja manns og upplýsingar eða gögn kunni að fella sök á hann.
    Vernd ákvæðisins verður virk þegar rökstuddur grunur vaknar um að einstaklingur hafi gerst sekur um lögbrot. Þannig verða að vera fyrir hendi aðstæður eða sönnunargögn sem benda til sektar hans og rannsókn verður að beinast að honum sérstaklega en ekki fleirum.
    Ef fyrir hendi er rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið lögbrot sem varðað getur stjórnsýsluviðurlögum er honum aðeins skylt að veita upplýsingar eða gögn ef unnt er að útiloka að þær geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um sekt hans. Honum væri t.d. skylt að veita upplýsingar um nafn sitt og heimilisfang. Einstaklingur getur aftur á móti ákveðið að nýta sér ekki þagnarrétt sinn og bæði tjáð sig og afhent gögn í stjórnsýslumáli sem kann að ljúka með stjórnsýsluviðurlögum. Við þær aðstæður telst ekki brotið gegn þagnarrétti hans.
    Áréttað skal að rétturinn er víðtækari en að neita að gefa munnlegar upplýsingar. Hann tekur einnig til þess að þurfa ekki að afhenda gögn eða ljá atbeina sinn að öðru leyti við rannsókn máls sem getur fellt sök á hann. Það breytir þó ekki heimildum sem lög veita til þess að afla gagna með þvingunaraðgerðum þar sem ekki er þörf á atbeina hins grunaða eins og t.d. húsleit og haldlagningu gagna sem finnast við slíka leit. Þá er ákvæðinu ekki ætlað að leysa einstakling undan lagalegri skyldu til að veita stjórnvaldi aðgang að húsnæði eða hirslum í fyrirtækjum. Mestu skiptir það markmið með ákvæðinu að einstaklingi verði ekki gert skylt að ljá rannsókn atbeina sinn þegar rökstuddur grunur leikur á að hann hafi gerst sekur um lögbrot.

Um 14. gr.

    Lagt er til að heimild Fjármálaeftirlitsins til að beita stjórnvaldssektum, öðrum stjórnsýsluviðurlögum eða knýja á um úrlausn mála samkvæmt frumvarpinu falli niður þegar sjö ár eru liðin frá því að háttseminni lauk. Sams konar ákvæði er að finna í t.d. lögum um fjármögnunarviðskipti með verðbréf, nr. 41/2023, og lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, og er uppruna þess að rekja til laga nr. 55/2007, um breytingar á lagaákvæðum um viðurlög við brotum á fjármálamarkaði.
    Rétt er að taka mið af meginreglum refsiréttar og fjármálamarkaðsréttar um það hvenær háttsemi telst lokið. Af því leiðir m.a. að ef um samfellda brotastarfsemi eða ástandsbrot er að ræða telst broti ekki lokið fyrr en hinu ólögmæta ástandi linnir og upphaf frestsins telst þá einnig frá þeim tíma. Þótt rannsókn beinist í upphafi að einum aðila hindrar 1. málsl. 2. mgr. ekki að aðrir aðilar, sem síðar kemur í ljós að stóðu einnig að broti, verði beittir stjórnvaldssektum eða öðrum stjórnsýsluviðurlögum. Reglan á sér að nokkru leyti hliðstæðu í 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.


Um 15. gr.

    Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er í allmörgum ákvæðum MiCA veitt vald til að samþykkja undirgerðir til að útfæra nánar viss atriði reglugerðarinnar. Lagt er til að ráðherra verði heimilað að innleiða með reglugerð þær undirgerðir sem ekki byggjast á tæknistöðlum frá evrópskum eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði en Seðlabanka Íslands verði heimilað að innleiða þær undirgerðir sem byggjast á slíkum tæknistöðlum með reglum. Tíðkast hefur að Seðlabanki Íslands innleiði tæknistaða frá evrópskum eftirlitsstofnunum. Seðlabankinn á áheyrnaraðild að evrópskum eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði og tekur þátt í starfi vinnuhópa á þeirra vegum, sem fást við mótun tæknistaðla. Innleiðing þeirra stendur Seðlabankanum því nær og eru þessi viðmið lögð til grundvallar í mörgum lagabálkum á sviði fjármálaþjónustu.

Um 16. gr.

    Í ákvæðinu er lagt til að lögin öðlist 1. júlí 2025.
    Ákvæði 143. gr. MiCA varðar umbreytingaráðstafanir og eru í henni tilgreindar dagsetningar sem miða skal við þegar kemur að beitingu ýmissa ákvæða MiCA. MiCA tók gildi í heild sinni í Evrópusambandinu 30. desember 2024 en tiltekin ákvæði hennar tóku gildi 30. júní 2024.
    Til að koma í veg fyrir réttaróvissu, m.a. varðandi afturvirkni íþyngjandi krafna laganna er lagt til að þar sem vísað er til 30. desember 2024 í ákvæði MiCA verði í lögunum miðað við gildistökudagsetningu þeirra, þ.e. 1. júlí 2025, að því gefnu að frumvarp þetta verði samþykkt, og er það í samræmi við það sem lagt er upp með í 143. gr. MiCA. Einnig er lagt til að þar sem vísað er til 30. júlí 2024 verði miðað við dagsetningu mánuði frá gildistöku laganna, þ.e. 1. ágúst 2025, en með því er viðkomandi aðilum gefinn mánaðar frestur til að senda inn umsókn um starfsleyfi eins og gert var í Evrópusambandinu í tengslum við MiCA.

Um 17. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á fimm lagabálkum: lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999, lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017, og lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018. Vert er að minnast á að í 147. gr. MiCA er gert ráð fyrir breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1937 frá 23. október 2019 um verndun þeirra sem tilkynna um brot á lögum sambandsins. Í 116. gr. MiCA er kveðið á um að tilskipunin gildi um tilkynningar um brot gegn ákvæðum MiCA og vernd aðila sem tilkynna um slík brot. Tilskipunin hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn og innleidd hér á landi.
    Í fyrsta lagi er lögð til breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi þar sem við gildistöku laga þessara munu þjónustuveitendur sýndareigna og útgefendur eignatengdra tóka verða felldir undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Um skilgreiningu á þjónustuveitanda sýndareigna vísast til skilgreiningar í 15. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA. Um skilgreiningu á eignatengdum tóka vísast til skilgreiningar í 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA.
    Í öðru lagi er lögð til breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999. MiCA gerir ráð fyrir starfsleyfisveitingum þjónustuveitenda sýndareigna og nauðsynlegt er að Seðlabanki Íslands geti innheimt gjald fyrir starfsleyfisveitingu í samræmi við þá vinnu sem það útheimtir af hálfu eftirlitsins. Þjónustuveitendur sýndareigna eru sambærilegir þeim aðilum sem taldir eru upp í 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. og því talið eðlilegt að þeir verði felldir undir þann tölulið varðandi greiðslu kostnaðar. 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. ákvæðisins tekur til annarra aðila en þeirra sem sérstaklega eru tilgreindir í 1. og 2. tölul. ákvæðisins og er gert ráð fyrir því að útgefendur eignatengdra tóka falli þar undir.
    Í þriðja lagi er lögð til afleidd breyting á lögum um fjármálafyrirtæki í samræmi við 146. gr. MiCA um viðbót við mögulegar starfsleyfisheimildir lánastofnana. Um er að ræða breytingu á 20. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, þar sem þættir starfsheimilda lánastofnana eru tilgreindir. Þau hugtök sem bætast við eru af þrennum toga og varða útgáfu rafeyristóka eins og þeir eru skilgreindir í 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA, útgáfu eignatengdra tóka eins og þeir eru skilgreindir í 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA og þjónustu á sviði sýndareigna eins og hún er skilgreind í 16. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA. Þá er að lokum lögð til breyting sem varðar uppfærslu á vísun til töluliða í ákvæðinu þar sem tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýju töluliðum í 1. mgr. 20. gr. laganna.
    Í fjórða lagi eru lagðar til breytingar í samræmi við 144. gr. og 145. gr. MiCA á lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Í MiCA er breytt reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 (EBA) og reglugerð (ESB) nr. 1095/2010 (ESMA) sem eru innleiddar í íslenska löggjöf með lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Ákvæðin gera ráð fyrir því að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) geti starfað innan þeirra valdheimilda sem stofnununum eru veittar með MiCA.
    Í fimmta lagi eru lagðar til breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Eins og áður er rakið hefur einungis verið fjallað um sýndareignir í íslenskri löggjöf í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en með gildistöku MiCA verður til rammaregluverk um viðskipti með sýndareignir. Með tilkomu MiCA verður þjónustuveitendum sýndareigna skylt að starfa samkvæmt starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu en fram til þessa hafa þeir einungis verið skráningarskyldir á grundvelli fyrrgreindrar löggjafar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Af þeim sökum og til að koma í veg fyrir tvítekningu krafna er tilefni til að uppfæra skilgreiningar sem tengjast sýndareignum og ákvæði um skráningarskyldu þjónustuveitenda sýndareigna í lögunum, sem taka þá mið af ákvæðum MiCA, sbr. frumvarp þetta, og munu aðilar þannig falla undir eitt leyfisveitingakerfi nái frumvarpið fram að ganga. Eins og rakið er í kafla 3.3 þótti jafnframt tilefni til breytinga á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka vegna innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1113 frá 31. maí 2023 um upplýsingar sem fylgja skulu millifærslum fjármuna og tiltekinna sýndareigna og um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849.
    Í a-lið eru lagðar til breytingar á ákvæði j-liðar 1. mgr. 2. gr. laganna um tilkynningarskylda aðila þannig að ákvæðið vísi til uppfærðrar skilgreiningar á þjónustuveitanda sýndareigna í 3. gr. laganna auk vísunar til laga um markaði fyrir sýndareignir.
    Í b-lið eru lagðar til breytingar á 3. gr. laganna sem fjallar um skilgreiningar. Í fyrsta lagi er lögð til breyting á hugtakinu sýndareignir sem verður í samræmi við skilgreininguna í MiCA, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA, og vísar þar af leiðandi til laga um markaði fyrir sýndareignir. Um er að ræða víðtækari skilgreiningu en er í gildandi lögum sem verður jafnframt skýrari verði frumvarpið að lögum. Í öðru lagi er lagt til að hugtakið þjónustuveitandi stafrænna veskja í 20. tölul. 1. mgr. 3. gr. falli brott enda fellur hugtakið stafrænt veski að inntaki skilgreiningar á þjónustuveitanda sýndareigna samkvæmt MiCA. Í þriðja lagi er lagt til að hugtakið þjónustuveitandi sýndareigna í 25. tölul. 1. mgr. 3. gr. breytist með þeim hætti að það taki mið af skilgreiningu MiCA, sbr. 15. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA. Helsta breytingin felst í að ekki er tiltekið sérstaklega að einstaklingur geti talist þjónustuveitandi sýndareigna heldur er þar vísað til lögaðila eða annarra rekstraraðila. Þá vísar hin nýja skilgreining almennt til þjónustu á sviði sýndareigna sem svo er ítarlega útfærð í 16. tölul. 1. mgr. 3. gr. MiCA. Í fjórða lagi er lagt til að við 3. gr. bætist ný skilgreining á hugtakinu sjálfhýst vistfang (e. self-hosted address) sem tekur til tilvika þar sem þjónustuveitandi á sviði sýndareigna samkvæmt framangreindu er ekki til staðar, þ.e. færsluskráin sem um ræðir tengist hvorki þjónustuveitanda né aðila sem veitir svipaða þjónustu og þjónustuveitandi sýndareigna. Breytingin tekur mið af uppfærðu ákvæði 3. gr. fjórðu peningaþvættistilskipunarinnar.
    Í c-lið eru lagðar til breytingar á 7. mgr. 32. gr. laganna sem fela í sér að þjónustuveitendur sýndareigna bætast við þá aðila sem gæti verið skylt að tilnefna miðlægan tengilið ef þeir veita þjónustu hér á landi. Þá er afmarkað í hvaða tilvikum það á við, þ.e. skilyrðin eru að aðilar sem eru með höfuðstöðvar í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, veita þjónustu hér á landi og hafa hér staðfestu en þó án þess að um útibú sé að ræða. Geta eftirlitsaðilar samkvæmt lögunum krafist þess að tilnefndur verði miðlægur tengiliður að loknu mati um hvort skilyrði séu uppfyllt. Breytingin tekur mið af uppfærðu ákvæði 9. mgr. 45. gr. fjórðu peningaþvættistilskipunarinnar. Samkvæmt henni er jafnframt ætlast til að tekið sé skýrt fram við hvaða aðstæður skylda til tilnefningar kann að vakna. Í gildandi lögum er einungis fjallað um að svo sé við veitingu þjónustu hér á landi, sem er umfram heimildarákvæði fjórðu peningaþvættistilskipunarinnar þar um.
    Í d-lið er lagt til að skráningarskylda þjónustuveitenda sýndareigna verði felld brott út lögunum, enda gerir MiCA ráð fyrir því að þeim verði eftirleiðis skylt að starfa á grundvelli starfsleyfis, sbr. umfjöllun hér að framan.
    Í e-lið er lögð til breyting á 26. tölul. 1. mgr. 46. gr. laganna sem fjallar um heimild eftirlitsaðila til að beita stjórnvaldssektum sem ætlað er að skýra ákvæðið nánar þannig að ljóst sé að það taki til tilvika er varða millifærslur hvort tveggja fjármuna og sýndareigna.
    Í f-lið eru lagðar til breytingar á orðalagi tveggja stafliða 1. mgr. 56. gr. laganna er varðar reglugerðarheimild ráðherra. Í fyrsta lagi eru lagðar til breytingar á i-lið um upplýsingar sem fylgja skuli millifærslu. Í öðru lagi á j-lið um tilnefningu miðlægs tengiliðar skv. 7. mgr. 32. gr. laganna, sbr. umfjöllun um c-lið hér að framan. Breytingarnar þarfnast ekki frekari skýringa.
    Loks er í g-lið lagt til að við 2. mgr. 57. gr. laganna verði bætt tilvísun til reglugerðanna TFR, nr. 2023/1113, og MiCA, nr. 2023/1114, í samræmi við aðrar gerðir Evrópusambandsins sem þar er vísað til um innleiðingu og lögin taka mið af. Í því samhengi skal nefnt að forveri TFR-reglugerðarinnar, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/847 frá 20. maí 2015, var innleidd með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 70/2019 um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með heimild í 56. gr. laganna. Með breytingunni er leitast við að styrkja lagastoð hinnar nýju TFR-reglugerðar enn frekar auk þess sem vísun til hennar ásamt MiCA mun gera regluverkið skýrara.