Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 836 — 260. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á ýmsum lögum um skatta, tolla og gjöld (aðgerðir gegn peningaþvætti, viðurlög o.fl.).
(Eftir 2. umræðu, 5. júlí.)
I. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005.
1. gr.
2. gr.
3. gr.
a. Í stað orðanna „og farmönnum“ í 1. mgr. kemur: farmönnum og notendum póstþjónustu hér á landi samkvæmt lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019.
b. Í stað orðanna „og tollmiðlara“ í 3. mgr. kemur: tollmiðlara og notenda póstþjónustu hér á landi.
4. gr.
5. gr.
6. gr.
7. gr.
8. gr.
Leiðréttingar vegna breyttrar framkvæmdar.
9. gr.
10. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er tollgæslu heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að viðkomandi fjarstöddum ef það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að hann sé viðstaddur leitina. Upplýsa skal viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina.
11. gr.
a. 4. mgr. fellur brott.
b. Í stað orðanna „1., 3. eða 4. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 1. eða 3. mgr.
c. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Gera má lögaðila sekt fyrir brot gegn ákvæði þessu, óháð því hvort brotið verði rakið til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.
12. gr.
Innflytjandi, útflytjandi, tollmiðlari, ferðamaður, farmaður eða notandi póstþjónustu hér á landi sem lætur hjá líða að gera grein fyrir flutningi á fjármunum skv. 27. gr. a, eða veitir rangar eða villandi upplýsingar um slíka flutninga, skal sæta sektum. Sektir skulu nema 20% af verðmæti þeirra fjármuna sem ekki var tilkynnt um.
Gera má lögaðila sekt fyrir brot skv. 1. mgr. óháð því hvort brotið verði rakið til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans.
13. gr.
a. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: sbr. þó 4. mgr.
b. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Tollyfirvöldum er heimilt að ákveða sekt skv. 172. gr. a ef brot er skýlaust sannað og sökunautur játast undir þá ákvörðun og greiðir sektina þegar í stað. Við slíka sektarákvörðun skal greina í bókun, skýrt og stuttlega, frá því broti sem um er að tefla og refsiákvæði sem það varðar. Um uppgjör á greiðslu sekta fer samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur.
c. Á eftir orðinu „grein“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: þ.m.t. skv. 4. mgr.
d. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 2. og 4. mgr.
e. Við 6. mgr. bætist: eftir því sem við á.
14. gr.
II. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
15. gr.
16. gr.
17. gr.
a. 4. og 5. málsl. falla brott.
b. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Ríkisskattstjóra er heimilt að eigin frumkvæði sé þess kostur eða samkvæmt beiðni skattaðila að leiðrétta ákvörðun um virðisaukaskatt ef yfirskattanefnd eða dómstólar hafa í hliðstæðu máli endanlega hnekkt skattframkvæmd sem skattskil eða ákvörðun ríkisskattstjóra var byggð á. Sama á við sé beinlínis kveðið svo á um í lögum að fallið sé frá fyrri framkvæmd afturvirkt. Breyting af þessu tilefni getur lengst tekið til virðisaukaskattsstofns eða virðisaukaskatts frá og með því rekstrarári sem um var fjallað í máli því sem hliðstætt er talið, enda sé um verulega hagsmuni að ræða. Um tímamark heimildar til breytinga skv. 1. og 2. málsl. fer skv. 1. málsl. 1. mgr. eftir því sem við á.
Skattaðila er heimilt að kæra ákvarðanir ríkisskattstjóra samkvæmt lagagrein þessari til yfirskattanefndar, sbr. lög um yfirskattanefnd.
18. gr.
III. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.
19. gr.
Fjárhæð skatts á hvert kíló flúoraðrar gróðurhúsalofttegundar skal vera eftirfarandi:
Tollnr. (IS) | Iðnaðarheiti | Skattur |
2812.9010 | Brennisteinshexaflúoríð (SF6) | 10.000 kr./kg |
3827.6110 | Blanda R404A | 9.805 kr./kg |
3827.6410 | Blanda R407C | 4.435 kr./kg |
3827.6420 | Blanda R407F | 4.563 kr./kg |
3827.6310 | Blanda R410A | 5.220 kr./kg |
3827.6210 | Blanda R422A | 7.858 kr./kg |
3827.6220 | Blanda R422D | 6.823 kr./kg |
3827.6120 | Blanda R428A | 9.018 kr./kg |
3827.6130 | Blanda R434A | 8.113 kr./kg |
3827.6430 | Blanda R437A | 4.513 kr./kg |
3827.6320 | Blanda R438A | 5.663 kr./kg |
3827.6510 | Blanda R448A | 3.468 kr./kg |
3827.6520 | Blanda R449A | 3.493 kr./kg |
3827.6140 | Blanda R507 | 9.963 kr./kg |
3827.5110 | Blanda R508B | 10.000 kr./kg |
3827.6330 | Blanda R452A | 5.350 kr./kg |
2903.4411 | HFC-125 | 8.750 kr./kg |
2903.4511 | HFC-134 | 2.750 kr./kg |
2903.4512 | HFC-134a | 3.575 kr./kg |
2903.4412 | HFC-143 | 883 kr./kg |
2903.4413 | HFC-143a | 10.000 kr./kg |
2903.4311 | HFC-152 | 133 kr./kg |
2903.4312 | HFC-152a | 310 kr./kg |
2903.4911 | HFC-161 | 30 kr./kg |
2903.4611 | HFC-227ea | 8.050 kr./kg |
2903.4100 | HFC-23 | 10.000 kr./kg |
2903.4612 | HFC-236cb | 3.350 kr./kg |
2903.4613 | HFC-236ea | 3.425 kr./kg |
2903.4614 | HFC-236fa | 10.000 kr./kg |
2903.4711 | HFC-245ca | 1.733 kr./kg |
2903.4712 | HFC-245fa | 2.575 kr./kg |
2903.4200 | HFC-32 | 1.688 kr./kg |
2903.4811 | HFC-365 mfc | 1.985 kr./kg |
2903.4313 | HFC-41 | 230 kr./kg |
2903.4812 | HFC-43-10 mee | 4.100 kr./kg |
2903.4912 | PFC-116 | 10.000 kr./kg |
2903.4913 | PFC-14 | 10.000 kr./kg |
2903.4914 | PFC-218 | 10.000 kr./kg |
2903.4915 | PFC-3-1-10 (R-31-10) | 10.000 kr./kg |
2903.4916 | PFC-4-1-12 (R-41-12) | 10.000 kr./kg |
2903.4917 | PFC-5-1-14 (R-51-14) | 10.000 kr./kg |
2903.8910 | PFC-c-318 | 10.000 kr./kg |
IV. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.
20. gr.
a. 4. og 5. málsl. 2. mgr. falla brott.
b. 3. mgr. orðast svo:
Ríkisskattstjóra er heimilt að eigin frumkvæði sé þess kostur eða samkvæmt beiðni að leiðrétta álagningu á skattaðila ef yfirskattanefnd eða dómstólar hafa endanlega í hliðstæðu máli hnekkt skattframkvæmd sem skattskil eða ákvörðun ríkisskattstjóra var byggð á. Sama á við sé beinlínis kveðið svo á um í lögum að fallið sé frá fyrri skattframkvæmd afturvirkt. Breyting af þessu tilefni getur lengst tekið til skattstofns eða skatts frá og með því tekjuári sem um var fjallað í máli því sem hliðstætt er talið, enda sé um verulega hagsmuni að ræða. Um tímamark heimildar til breytinga skv. 1. og 2. málsl. fer skv. 1. málsl. 2. mgr. eftir því sem við á.
c. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Skattaðila er heimilt að kæra ákvarðanir ríkisskattstjóra skv. 2. og 3. mgr. til yfirskattanefndar, sbr. lög um yfirskattanefnd.
21. gr.
22. gr.
Viðbótarhúsnæðisstuðningur til tekju- og eignaminni Grindvíkinga sem veittur er vegna leigu húsnæðis á tímabilinu 1. apríl 2025 til og með 30. nóvember 2025 á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, nr. 40/2024, telst ekki til tekna við ákvörðun greiðslna samkvæmt lögum þessum.
V. KAFLI
Breyting á lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019.
23. gr.
Póstrekanda er óheimilt að veita móttöku sendingu til útlanda eða sendingu til landsins sem inniheldur fjármuni í reiðufé eða handhafabréfum, þ.m.t. ferðatékkum, að fjárhæð sem nemur 10.000 evrum eða meira, miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni, nema notandi póstþjónustunnar, sendandi vegna sendingar til útlanda eða viðtakandi vegna sendingar til landsins, hafi áður tilkynnt um flutning á fjármunum til tollyfirvalda skv. 27. gr. a tollalaga, nr. 88/2005.
VI. KAFLI
Breyting á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004.
24. gr.
a. Í stað fjárhæðarinnar „0,41 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 0,76 kr.
b. Í stað fjárhæðarinnar „0,13 kr.“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 0,25 kr.
c. 2. málsl. 4. mgr. orðast svo: Gjalddagi er 1. júlí ár hvert fyrir fyrstu sex mánuði þess almanaksárs og 1. desember ár hvert fyrir síðustu sex mánuði þess almanaksárs og byggist gjaldið á rauntölum vegna liðins árs.
VII. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.
25. gr.
Viðbótarhúsnæðisstuðningur til tekju- og eignaminni Grindvíkinga sem veittur er vegna leigu húsnæðis á tímabilinu 1. apríl 2025 til og með 30. nóvember 2025 á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, nr. 40/2024, telst ekki til tekna við ákvörðun greiðslna samkvæmt lögum þessum.
VIII. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
26. gr.
Viðbótarhúsnæðisstuðningur til tekju- og eignaminni Grindvíkinga sem veittur er vegna leigu húsnæðis á tímabilinu 1. apríl 2025 til og með 30. nóvember 2025 á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, nr. 40/2024, telst ekki til tekna við ákvörðun greiðslna samkvæmt lögum þessum.
27. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 22., 25. og 26. gr. gildi 1. maí 2025.
Ákvæði 24. gr. kemur til framkvæmda 1. júlí 2025.