Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 841  —  241. mál.




Svar


menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni um fyrirkomulag og umfang upplýsingatækni hjá ríkinu.


    Í svarinu er miðað við tímabilið frá stofnun ráðuneytisins 1. febrúar 2022 og á það líka við um stofnanir.

     1.      Hversu margir aðilar kaupa inn hvers kyns vörur eða þjónustu á sviði upplýsingatækni og stafrænna mála á vegum ráðuneytisins og undirstofnana?
    Hjá ráðuneytinu er öll umsjón á sviði upplýsingatækni og stafrænna mála á ábyrgð skrifstofu fjármála og rekstrar. Skrifstofan hefur yfirumsjón með því að innkaup rúmist innan fjárheimilda og að gætt sé virks kostnaðareftirlits, m.a. með tvöföldu samþykktarferli. Tveir starfsmenn skrifstofunnar sinna sérstaklega kaupum á upplýsingatæknibúnaði. Kaup á þjónustu, svo sem sértækri ráðgjöf eða hugbúnaðarlausnum, er með sambærilegu sniði en getur í einhverjum tilvikum verið samkvæmt ákvörðun yfirstjórnar.
    Þó má nefna að Umbra, rekstrarfélag Stjórnarráðsins, annast almennan upplýsingatæknirekstur fyrir ráðuneytið. Umbra sér um stærri innkaup á upplýsingatæknibúnaði og hugbúnaðarleyfum, til að mynda tölvum, fundarbúnaði og hugbúnaði frá Microsoft í samræmi við samninga ríkisins við það fyrirtæki.

     2.      Hefur ráðuneytið og undirstofnanir þess á að skipa sérhæfðu starfsfólki vegna innkaupa á upplýsingatækni eða stafrænna mála?
    Ráðuneytið hefur á að skipa starfsfólki með sérþekkingu á innkaupum sem getur leitað til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna eða Fjársýslu ríkisins þegar við á. Þegar kemur að innkaupum á sviði upplýsingatækni og stafrænna mála er almennt leitað til sérfræðinga hjá Umbru og sérþekking þeirra nýtt, þó með þeirri undanþágu að þegar keyptur var vélbúnaður með örútboði innan rammasamnings var það gert með aðkomu Ríkiskaupa og í samvinnu við utanríkisráðuneyti vegna flutninga í sameiginlegt húsnæði ráðuneytanna að Reykjastræti 8.

     3.      Hver var heildarrekstrarkostnaður og fjárfestingarkostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess árin 2021, 2022, 2023 og 2024 vegna upplýsingatæknireksturs og stafrænna mála? Svar óskast sundurliðað eftir kostnaðarstöð og því hvort um er að ræða fjárfestingu eða rekstur. Einnig er óskað eftir að sá hluti rekstrar- og fjárfestingarkostnaðar sem telst vöru- eða þjónustukaup verði flokkaður eftir tegund innkaupa (lausafjárkaup, útboð, rammasamningar o.s.frv.) og hvort þau kaup voru með aðstoð Ríkiskaupa (Fjársýslunnar) eða annarra og þá hverra.
    Fjárfestingarkostnað ráðuneytisins og undirstofnana þess má sjá í töflu á næstu síðu þar sem getur að líta yfirlit yfir eignir og afskriftir sem tengjast upplýsingatækni.

Stofnun 2022 2023 2024
17101 Menn.-, nýsk.- og háskólaráðuneyti 2.581.320 kr. 355.631 kr. 15.130.366 kr.
17201 Háskóli Íslands 656.914.601 kr. 315.206.231 kr.
17202 Tilraunastöð Háskólans að Keldum 13.076 kr. 0 kr. 0 kr.
17210 Háskólinn á Akureyri 78.803.522 kr. 19.136.065 kr.
17216 Landbúnaðarháskóli Íslands 37.828.013 kr. 7.851.622 kr. 4.555.532 kr.
17217 Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 9.285.992 kr. 4.825.872 kr. 2.456.938 kr.
17515 Hugverkastofan 6.454.433 kr. 10.838.439 kr. 2.921.669 kr.
17580 Rannsóknamiðstöð Íslands 11.805.023 kr. 5.492.457 kr. 3.595.134 kr.
17801 Fjarskiptastofa 28.564.738 kr. 9.613.220 kr. 4.955.625 kr.
16201 Listasafn Íslands 42.281.957 kr. 12.607.303 kr. 2.328.091 kr.
16202 Náttúruminjasafn Íslands 6.299.911 kr. 773.171 kr. 5.365.723 kr.
16203 Þjóðminjasafn Íslands 16.428.315 kr. 4.576.080 kr. 4.017.907 kr.
16204 Landsb. Íslands – Háskólabókasafn 11.202.359 kr. 256.890 kr. 5.303.310 kr.
16205 Þjóðskjalasafn Íslands 11.114.368 kr. 18.706.132 kr. 35.092.511 kr.
16206 Listasafn Einars Jónssonar 287.119 kr. 275.870 kr. –12.039 kr.
16207 Gljúfrasteinn – hús skáldsins 97.472 kr. 130.823 kr. 0 kr.
16208 Kvikmyndasafn Íslands 8.019.216 kr. 1.553.466 kr. 1.278.760 kr.
16209 Hljóðbókasafn Íslands 1.765.932 kr. –5.307 kr. 394.981 kr.
16210 Safnasjóður 193.473 kr. 262.436 kr. 339.533 kr.
16231 Þjóðleikhúsið 21.660.228 kr. 8.923.698 kr. 6.866.006 kr.
16232 Sinfóníuhljómsveit Íslands 1.989.041 kr. 831.381 kr. 1.217.206 kr.
16233 Íslenski dansflokkurinn 1.082.245 kr. –78.466 kr. 1.053.447 kr.
16252 Kvikmyndamiðstöð Íslands 3.322.188 kr. 2.033.306 kr. 666.653 kr.
16281 Samsk.miðst. heyrnarl. og heyrnarsk. 5.074.200 kr. –458.461 kr. 3.663.965 kr.
16282 Stofnun Árna Magn. í ísl. fræðum 4.582.689 kr. 2.525.225 kr. 5.294.538 kr.
16302 Fjölmiðlanefnd 2.279.206 kr. 1.147.217 kr. 186.570 kr.
16401 Neytendastofa 1.632.137 kr. –35.493 kr. 1.094.622 kr.
16402 Samkeppniseftirlitið 8.200.010 kr. 1.097.379 kr. 1.572.755 kr.
16524 Faggildingarsvið Hugverkastofunnar 329.589 kr. 500.505 kr. 317.668 kr.

    Hjá ráðuneytinu eru fjárfestingar í upplýsingatækni fyrst og fremst bundnar við kaup á vélbúnaði. Árið 2024 var keyptur vélbúnaður með örútboði innan rammasamnings með aðkomu Ríkiskaupa í samvinnu við utanríkisráðuneyti í tengslum við flutninga í sameiginlegt húsnæði að Reykjastræti 8.
    Umbra, rekstrarfélag Stjórnarráðsins, annast almennan upplýsingatæknirekstur fyrir ráðuneytið, þar á meðal innkaup á upplýsingatæknibúnaði og önnur tæknimál. Slík innkaup fara fram í gegnum rammasamninga og felast m.a. í kaupum á tölvum sem Umbra leigir ráðuneytinu.
    Rekstrarkostnað ráðuneytisins og undirstofnana þess má sjá í töflu að aftan þar sem getur að líta yfirlit yfir vöru- og þjónustugjöld sem tengjast upplýsingatækni.

Stofnun 2022 2023 2024
17101 Hásk.-, iðn.- og nýsköpunarráðun. 24.052.271 kr. 28.994.050 kr. 37.128.865 kr.
17190 Ýmis verkefni 13.082 kr. 27.547 kr.
17201 Háskóli Íslands 675.188.367 kr. 572.411.337 kr.
17202 Tilraunastöð HÍ að Keldum 11.752.325 kr. 9.976.051 kr. 11.354.347 kr.
17210 Háskólinn á Akureyri 116.483.994 kr. 148.613.719 kr.
17216 Landbúnaðarháskóli Íslands 34.417.756 kr. 46.855.652 kr. 47.744.643 kr.
17217 Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 7.314.403 kr. 9.111.317 kr. 6.568.726 kr.
17298 Styrkir á sviði hásk.- og vís.starfs. 622.901 kr. 5.259.291 kr.
17299 Fræða- og þekkingarsetur 2.064.805 kr. 1.683.462 kr. 1.826.290 kr.
17511 Tækniþróunarsjóður 186.000 kr. 0 kr. 0 kr.
17515 Hugverkastofan 30.816.816 kr. 55.708.425 kr. 55.079.756 kr.
17528 Nýsköpun og atvinnuþróun 6.708.759 kr. 4.216.998 kr. 5.601.646 kr.
17580 Rannsóknamiðstöð Íslands 68.425.955 kr. 52.158.589 kr. 66.608.277 kr.
17801 Fjarskiptastofa 73.976.056 kr. 187.123.495 kr. 135.165.847 kr.
17803 Fjarskiptasjóður 9.789 kr.
16201 Listasafn Íslands 21.733.853 kr. 23.744.099 kr. 34.294.028 kr.
16202 Náttúruminjasafn Íslands 3.412.959 kr. 6.017.039 kr. 5.248.726 kr.
16203 Þjóðminjasafn Íslands 30.622.789 kr. 31.405.898 kr. 30.764.056 kr.
16204 Landsb. Íslands – Háskólabókasafn 388.326.043 kr. 421.994.925 kr. 411.887.627 kr.
16205 Þjóðskjalasafn Íslands 23.521.713 kr. 40.574.787 kr. 39.116.059 kr.
16206 Listasafn Einars Jónssonar 1.057.378 kr. 2.121.375 kr. 2.145.382 kr.
16207 Gljúfrasteinn – hús skáldsins 1.278.787 kr. 1.436.052 kr. 2.450.953 kr.
16208 Kvikmyndasafn Íslands 7.970.386 kr. 22.670.969 kr. 34.095.796 kr.
16209 Hljóðbókasafn Íslands 27.400.521 kr. 30.695.878 kr. 31.508.382 kr.
16210 Safnasjóður 1.796.174 kr. 1.561.802 kr. 1.943.459 kr.
16231 Þjóðleikhúsið 5.628.300 kr. 12.568.839 kr. 18.023.708 kr.
16232 Sinfóníuhljómsveit Íslands 8.435.755 kr. 8.716.653 kr. 10.667.724 kr.
16233 Íslenski dansflokkurinn 1.094.241 kr. 851.841 kr. 1.625.201 kr.
16252 Kvikmyndamiðstöð Íslands 18.646.108 kr. 31.960.283 kr. 30.076.824 kr.
16281 Samsk.miðst. heyrnarl. og heyrnarsk. 12.114.646 kr. 11.673.826 kr. 14.776.133 kr.
16282 Stofnun Árna Magn. í ísl. fræðum 14.894.672 kr. 18.959.956 kr. 61.305.185 kr.
16295 Samn., styrkir t. starfs. á sviði lista, menn. 1.345.803 kr. 3.831.451 kr. 1.911.968 kr.
16302 Fjölmiðlanefnd 1.156.043 kr. 6.819.701 kr. 8.367.389 kr.
16401 Neytendastofa 12.930.937 kr. 13.730.427 kr. 14.516.996 kr.
16402 Samkeppniseftirlitið 16.476.518 kr. 24.378.172 kr. 29.286.757 kr.
16524 Faggildingarsvið Hugverkastofunnar 71.414 kr. 247.148 kr. 1.669.496 kr.

     4.      Hvað starfar margt starfsfólk annars vegar og verktakar hins vegar á sviði upplýsingatækni eða stafrænna mála á vegum ráðuneytisins og undirstofnana þess?
    Hjá ráðuneytinu starfar enginn verktaki á sviði upplýsingatækni með föstum samningi. Í einstaka tilvikum hafa verktakar þó verið ráðnir tímabundið til að sinna afmörkuðum verkefnum til skamms tíma. Má þar helst nefna verkefni sem tengjast uppsetningu heimasíðu fyrir haskolanam.is og gerð mælaborðs fyrir markmið úr fjármálaáætlun.

     5.      Hversu margt fólk starfar við hugbúnaðargerð eða þróun, svo sem fram- eða bakendaforritun, á vegum ráðuneytisins og undirstofnana þess?
    Í töflu að aftan kemur fram fjöldi starfsmanna og stöðugilda sem skilgreind eru í upplýsingatækni hjá stofnunum ráðuneytisins. Þess ber þó að gæta að í sumum tilvikum kunna þessir sérfræðingar að sinna verkefnum sem tengjast stafrænni umbreytingu eða öðrum skyldum fagsviðum.

Stofnun Starfsfólk Stöðugildi
16203 Þjóðminjasafn Íslands 1 1,0
16204 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 3 3,0
16205 Þjóðskjalasafn Íslands 3 3,0
16302 Fjölmiðlanefnd 1 1,0
17201 Háskóli Íslands 69 62,5
17210 Háskólinn á Akureyri 20 15,6
17216 Landbúnaðarháskóli Íslands 2 2,0
17217 Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 1 0,9
17272 Menntasjóður námsmanna 5 3,8
17515 Hugverkastofan 1 1,0