Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 23 — 23. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um innanlandsflug.
Frá Rögnu Sigurðardóttur.
1. Hvert var efni samkomulags ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um innanlandsflug frá 25. október 2013?
2. Hver er áætlaður kostnaður við gerð æfinga- og kennsluflugvallar auk nauðsynlegrar aðstöðu utan Reykjavíkurflugvallar?
3. Hverjar eru fjárveitingar til ofangreindra verkefna samkvæmt síðustu drögum að samgönguáætlun?
4. Hvað líður undirbúningi fyrir þessi verkefni samkvæmt ofangreindu samkomulagi, flugstefnu fyrir Ísland og fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024?
5. Hvernig hyggst ráðherra uppfylla ákvæði ofangreinds samkomulags og ákvæði flugstefnu fyrir Ísland í tillögu að nýrri samgönguáætlun?
Skriflegt svar óskast.