Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 546  —  229. mál.




Viðbótarsvar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni um félagslegar leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, skipt eftir sveitarfélögum?
     2.      Hver er fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, skipt eftir sveitarfélögum, á hverja 1.000 íbúa?
     3.      Hver er fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, skipt eftir sveitarfélögum, sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi?


    Það er ákveðnum vandkvæðum bundið að ákvarða svo vel sé fjölda félagslegra íbúða í eigu sveitarfélaga og upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur aðgang að ber ekki alltaf saman eftir því út frá því hvaða forsendum þær eru skoðaðar. Helgast það m.a. af því að fyrirkomulag eignarhalds er mjög mismunandi, þar sem sum sveitarfélög eiga íbúðirnar sjálf, önnur eiga eða reka leigufélög í ólíkum félagaformum, svo sem sjálfseignarstofnunum, hlutafélögum og húsnæðissjálfseignarstofnunum. Sum sveitarfélög eru með blandað fyrirkomulag, þar sem þau eiga hluta íbúðanna sjálf en leigja einnig íbúðir af öðrum óhagnaðardrifnum leigufélögum og framleigja til skjólstæðinga sinna.
    Þá er einnig misjafnt hvernig sveitarfélögin flokka íbúðir sem notaðar eru fyrir ólíka hópa. Mismunandi er hvort íbúðir eru einungis notaðar fyrir skjólstæðinga félagsþjónustu eða hvort þær standa einnig til boða öðrum íbúum eða starfsmönnum sveitarfélagsins.
    Hér að neðan er að finna upplýsingar úr leiguskrá HMS annars vegar og hins vegar úr húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Upplýsingar eru birtar með þeim fyrirvara að skráningarskylda leigusamninga tók gildi 1. janúar 2024. Því gætu félagslegar leiguíbúðir verið vantaldar í einhverjum tilvikum ef sveitarfélög hafa ekki gefið upp leigusamninga sem tóku gildi fyrir þann tíma.
    Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda leiguíbúða sem eru í eigu sveitarfélaga eða leigufélaga á vegum þeirra og hafa leigusamning í leiguskrá HMS, eftir sveitarfélögum. Þar má einnig finna fjölda fyrrgreindra íbúða á hverja 1.000 íbúa, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu, og sem hlutfall af heildarfjölda fullbúinna íbúða í hverju sveitarfélagi samkvæmt fasteignaskrá.

Sveitarfélag Leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga Leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum
Reykjavíkurborg 3.197 23 5%
Kópavogsbær 503 13 3%
Hafnarfjarðarkaupstaður 368 12 3%
Akureyrarbær 319 16 4%
Reykjanesbær 259 12 3%
Ísafjarðarbær 65 17 4%
Skagafjörður 77 18 4%
Múlaþing 60 11 3%
Garðabær 57 3 1%
Mosfellsbær 52 4 1%
Vestmannaeyjabær 45 10 2%
Akraneskaupstaður 40 5 1%
Norðurþing 30 10 2%
Fjarðabyggð 29 6 1%
Suðurnesjabær 28 7 2%
Húnaþing vestra 26 22 4%
Sveitarfélagið Ölfus 23 8 2%
Borgarbyggð 22 5 1%
Snæfellsbær 22 13 3%
Fjallabyggð 19 10 2%
Húnabyggð 18 13 3%
Sveitarfélagið Árborg 73 6 1%
Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32 7%
Hrunamannahreppur 14 15 4%
Seltjarnarnesbær 13 3 1%
Grundarfjarðarbær 12 15 3%
Bolungarvíkurkaupstaður 10 10 2%
Vesturbyggð 9 7 2%
Dalvíkurbyggð 16 8 2%
Eyjafjarðarsveit 9 8 2%
Langanesbyggð 9 16 3%
Mýrdalshreppur 8 8 3%
Skaftárhreppur 8 13 3%
Rangárþing eystra 7 3 1%
Hveragerðisbær 7 2 1%
Bláskógabyggð 7 5 1%
Stykkishólmsbær 6 5 1%
Súðavíkurhreppur 6 29 5%
Vopnafjarðarhreppur 6 9 2%
Sveitarfélagið Hornafjörður 11 4 1%
Rangárþing ytra 6 3 1%
Þingeyjarsveit 8 6 1%
Strandabyggð 4 10 2%
Grýtubakkahreppur 4 10 3%
Sveitarfélagið Vogar 3 2 0%
Grímsnes- og Grafningshreppur 3 5 1%
Árneshreppur 1 17 2%
Hörgársveit 1 1 0%
Kjósarhreppur 0 0%
Grindavíkurbær 0 0%
Skorradalshreppur 0 0%
Hvalfjarðarsveit 0 0%
Eyja- og Miklaholtshreppur 0 0%
Dalabyggð 0 0%
Reykhólahreppur 0 0%
Kaldrananeshreppur 0 0%
Svalbarðsstrandarhreppur 0 0%
Tjörneshreppur 0 0%
Fljótsdalshreppur 0 0%
Ásahreppur 0 0%
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 0 0%
Flóahreppur 0 0%