Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 405  —  229. mál.




Svar


félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni um félagslegar leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, skipt eftir sveitarfélögum?
     2.      Hver er fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, skipt eftir sveitarfélögum, á hverja 1.000 íbúa?
     3.      Hver er fjöldi félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, skipt eftir sveitarfélögum, sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi?


    Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda leiguíbúða sem eru í eigu sveitarfélaga eða leigufélaga á vegum þeirra og hafa leigusamning í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, eftir sveitarfélögum. Þar má einnig finna fjölda framangreindra íbúða á hverja 1.000 íbúa, samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands, og sem hlutfall af heildarfjölda fullbúinna íbúða í hverju sveitarfélagi, samkvæmt fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum
Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9%
Kópavogsbær 453 11,3 3,0%
Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4%
Reykjanesbær 221 9,8 2,6%
Garðabær 44 2,2 0,6%
Akureyrarbær 302 15,1 3,4%
Mosfellsbær 43 3,1 0,9%
Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3%
Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1%
Múlaþing 49 9,4 2,2%
Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8%
Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0%
Skagafjörður 58 13,4 2,9%
Borgarbyggð 18 4,4 0,9%
Suðurnesjabær 27 6,6 1,9%
Hveragerðisbær 7 2,1 0,5%
Norðurþing 22 7,1 1,6%
Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6%
Rangárþing eystra 7 3,4 0,8%
Rangárþing ytra 6 3,1 0,7%
Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0%
Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1%
Snæfellsbær 19 11,4 2,6%
Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7%
Húnabyggð 9 6,6 1,4%
Bláskógabyggð 7 5,1 1,2%
Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0%
Húnaþing vestra 14 11,6 2,3%
Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3%
Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2%
Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0%
Hörgársveit 1 1,2 0,3%
Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3%
Skaftárhreppur 8 12,8 2,9%
Langanesbyggð 6 10,7 2,2%
Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0%
Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5%
Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4%
Árneshreppur 1 16,7 2,3%