Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Nr. 10/156.
Þingskjal 835 — 223. mál.
Þingsályktun
um fjármálastefnu fyrir árin 2026–2030.
Alþingi ályktar, sbr. lög um opinber fjármál, nr. 123/2015, að stjórnvöld fylgi stefnumörkun um opinber fjármál sem stuðli að stöðugleika og sjálfbærni í samræmi við grunngildi laga um opinber fjármál með því að bæta afkomu hins opinbera og stöðva hallarekstur eigi síðar en árið 2028 þannig að skuldir hins opinbera taki að lækka markvisst í hlutfalli við landsframleiðslu. Í því skyni skal stjórn opinberra fjármála vera í samræmi við eftirfarandi stefnumið um afkomu- og skuldaþróun á gildistíma fjármálastefnunnar 2026–2030, á grundvelli þeirra efnahagshorfa og annarra forsendna sem hún er reist á:
Hlutfall af vergri landsframleiðslu, % | 2026 | 2027 | 2028 | 2029 | 2030 |
A1-hluti hins opinbera1 | |||||
Heildarafkoma
|
-0,8 | -0,2 | 0,1 | 0,2 | 0,3 |
þar af ríkissjóður (A1-hluti)
|
-0,5 | 0,0 | 0,1 | 0,2 | 0,3 |
þar af sveitarfélög (A-hluti)
|
-0,3 | -0,2 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
Skuldir2
|
45,5 | 45,0 | 44,0 | 43,0 | 42,0 |
þar af ríkissjóður (A1-hluti)
|
38,5 | 38,0 | 37,5 | 36,5 | 36,0 |
þar af sveitarfélög (A-hluti)
|
7,0 | 7,0 | 6,5 | 6,5 | 6,0 |
Opinberir aðilar í heild | |||||
Heildarafkoma
|
-1,2 | -0,5 | 0,3 | 0,8 | 1,2 |
þar af A1-hluti hins opinbera
|
-0,8 | -0,2 | 0,1 | 0,2 | 0,3 |
þar af fyrirtæki hins
opinbera3
|
-0,4 | -0,3 | 0,2 | 0,6 | 0,9 |
Skuldir2
|
67,0 | 67,0 | 66,5 | 65,5 | 64,0 |
þar af A-1 hluti hins opinbera
|
45,5 | 45,0 | 44,0 | 43,0 | 42,0 |
þar af fyrirtæki hins opinbera³
|
21,5 | 22,0 | 22,5 | 22,5 | 22,0 |
1 Samkvæmt endurskoðaðri flokkun á starfsemi hins opinbera á grundvelli alþjóðlegs hagskýrslustaðals (GFS). | |||||
2 Heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál. | |||||
3 Ríkisaðilar í A2- og A3-hluta eru í þessari framsetningu birtir með fyrirtækjum hins opinbera. Afkoma og skuldir fjármálafyrirtækja og sjóða eru, eins og verið hefur, ekki meðtalin í þessari framsetningu. |
Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga um opinber fjármál.
Samþykkt á Alþingi 5. júlí 2025.