Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 569  —  220. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (hunda- og kattahald).

Frá Ingibjörgu Isaksen.


    Við 2. gr.
     a.      Í stað orðanna „allra eigenda“ í d-lið komi: 2/ 3 hluta eigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta.
     b.      Við efnismálsgrein d-liðar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í þeim reglum skal sérstaklega tekið tillit til íbúa með ofnæmi, fælni eða heilsufarslegar takmarkanir sem rökstuddar eru með læknisvottorði og tryggt að dýrahald rýri ekki búsetuöryggi eða heilsu viðkomandi íbúa.
     c.      Á eftir 1. málsl. e-liðar komi nýr málsliður, svohljóðandi: Sé fyrir hendi læknisfræðilega staðfest ofnæmi eða önnur heilsufarsvandamál sem gera sambýli við dýrið óbærilegt á þann hátt að heilsa og lífsgæði hlutaðeigandi íbúa séu verulega skert, getur húsfélag með samþykki 2/ 3 hluta eigenda ákveðið að eiganda dýrs sé skylt að fjarlægja það þegar í stað.
     d.      Á eftir orðinu „húsfélagið“ í lokamálslið e-liðar komi: eða einstakir eigendur.
     e.      Á eftir e-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Ráðherra skal setja reglugerð að höfðu samráði við hagaðila á sviði húsnæðismála, heilsuverndar og velferðarmála, þar sem kveðið er nánar á um málsmeðferð og mat á réttindum íbúa gagnvart dýrahaldi í fjöleignarhúsum.