Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 243  —  219. mál.




Fyrirspurn


til félags- og húsnæðismálaráðherra um rétt til fæðingarorlofs.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hversu margir foreldrar barna sem fæddust á árunum 2021–2024 áttu rétt til fæðingarorlofs?
     2.      Foreldrar hversu margra barna hafa fullnýtt rétt sinn til fæðingarorlofs frá því að réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs tók gildi árið 2021?
     3.      Hvernig skiptist lengd fæðingarorlofs frá árinu 2021 eftir kynjum?
     4.      Hversu margir foreldrar dreifðu fæðingarorlofsrétti sínum á árunum 2021–2024 yfir fleiri mánuði en þá tólf sem þeir eiga samanlagt rétt á? Svar óskast sundurliðað eftir kynjum, árum og mánaðafjölda sem fæðingarorlof stendur yfir.


Skriflegt svar óskast.